Ofurfyrirsætan Kate með lítið vit á stjórnmálum

David Cameron Það er oft sagt að fyrirsætur lifi í eigin heimi og spái ekki alltaf í smáatriðum lífsins, að þeirra mati, utan þess bransa, t.d. stjórnmálum. Það sannast heldur betur með þessari kostulegu uppljóstrun að ofurfyrirsætan Kate Moss, sem talin er veraldarvön að mörgu leyti, hafi haldið að David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, væri pípari að atvinnu.

Þó að Cameron hafi ekki setið nema sex ár á breska þinginu og ekki verið nema rúm tvö ár í sviðsljósinu um allan heim þarf heldur betur að vera clueless til að kveikja ekki á perunni um hver Cameron sé. Cameron gæti orðið næsti forsætisráðherra Bretlands og hefur því sennilega hlegið vel af því að Moss hafi viljað númerið hans til að fá hann í pípulagningavinnu. Hann fær varla mörg þannig boð í vinnunni.

Þessi umfjöllun er ekki beint til að auka hróður Kate Moss, sem hefur löngum verið mikið í sviðsljósinu og heimsþekkt vegna starfa sinna. Það væri kannski ráð að einhver keypti handa henni Encyclopaedia Britannica svo hún gæti gluggað í milli fyrirsætuverkefna, svona til að átta sig á því hvernig heimsmyndin er, sérstaklega veitti henni greinilega ekki af að spá smá í þeirri bresku.

mbl.is Hélt að Cameron væri pípari að atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Æ, það var nú frekar svínslegt af honum að skemmta sér og heimsbyggðinni svona á kostnað aumingja Kate. Hvað ætli hún megi vera að því að fylgjast með hver er hver í stjórnmálum, önnum kafin í skemmtanalífinu?

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.11.2007 kl. 14:01

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, þetta var svolítið kvikindislegt, en hlægilegt samt. Aumingja stelpan. Líf hennar snýst um myndatökur, kokteilboð og glamúr svo að annað situr eftir eðlilega. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.11.2007 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband