Gísli Einarsson tekur að sér veislustjórn í beinni

Út og suðurÞað vakti athygli mína þegar að ég horfði á Laugardagslögin í Sjónvarpinu í gærkvöldi að Gísli Einarsson fléttaði saman þáttastjórn og veislustjórn í hófi hestamanna saman í eitt verkefni á sama laugardagskvöldinu. Gísli er um margt ágætismaður sem hefur gert margt gott, en hinsvegar finnst mér það algjörlega út í hött fyrir hann að taka að sér veislustjórn í hófi á sama tíma í beinni útsendingu í þættinum og geri það að einu og sama verkefninu.

Skildi ekki þessa innkomu hans í þáttinn nema með þeim hætti að skemmtiatriði í aukavinnu hans, veislustjórahlutverki, ætti að fylla upp í þann hluta þáttarins sem hann sér um ásamt Ragnhildi Steinunni. Það hlýtur að vera lágmark að fólk skilji á milli tveggja verkefna af þessum toga og sjái sóma sinn í að boða frekar forföll frá verkefninu í Sjónvarpinu meðan að öðrum hlutum sé sinnt. Það er ekkert að því að þáttastjórnendur séu veislustjórar á öðrum vettvangi en það á ekki erindi í þátt viðkomandi.

Hef annars ekki skilið hlutverk Gísla í þættinum Laugardagslögum. Hann virðist vera svona hliðarkarakter í prógramminu og fylgihlutur Ragnhildar Steinunnar, sem er frábær sjónvarpskona og gjörsamlega fædd í hlutverkið. Finnst taktar hans að vera últrahress á laugardagskvöldi hinsvegar frekar misheppnaðir. Það hefur þó lagast örlítið eftir því sem liðið hefur á, enda var viðtal hans við Diddú fyrir viku bara ansi ágætt. En þetta var frekar súrt í gærkvöldi.

Gísli kom sá og sigraði í huga sjónvarpsáhorfenda sem spyrillinn í hinum yndislegu og sveitalegu sjónvarpsþáttum Út og suður. Hann á best heima í þeim þáttum að mínu mati og á að halda framleiðslu þeirra áfram helst. Þar er hann einfaldlega bestur. En í guðanna bænum hlífið okkur við að horfa á Gísla sinna sjónvarpsþáttastjórn og veislustjórn í prívatsamkvæmi úti í bæ á sama tíma - og á kostnað okkar skattborgara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sem mælt úr mínum munni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.11.2007 kl. 19:16

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er ekki bara Gísli....þessi þáttur er hræðilega hallærislegur og hundleiðinlegur. En það er sennilega bara minn slæmi smekkur sem ræður þeirri skoðun minni.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.11.2007 kl. 20:01

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Jón Ingi: Þættirnir eru engin snilld svosem. Hafa þó verið að slípa til. Samt eitthvað svo vandræðalegir.

Jón Bjarni: Rök mín koma vel fram. Mér finnst það mjög hallærislegt að sjónvarpsþáttastjórnandi sé veislustjóri úti í bæ í prívatsamkvæmi á meðan að þættinum stendur og geri þetta tvennt í einu; hafa skemmtiatriðin sem hann hefur í veislustjórahlutverkinu í þættinum. Hallærislegt. Það er það sem ég er að segja og hika ekkert við að segja það. Fannst þetta vandræðalegt í besta falli sagt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.11.2007 kl. 21:18

4 Smámynd: Ragnar Ólason

Þetta er ótrúlega snjallt hjá Gísla, því ekki að taka að sér tvö djob í einu ef hann hefur tök á því. Þú sem sjálfstæðismaður ættir ekki að vera á móti því að menn bjargi sér og leggi á sig aukna vinnu

Ragnar Ólason, 12.11.2007 kl. 00:04

5 Smámynd: Þórbergur Torfason

Nú verð ég að andmæla þér Stefán. Þessi útsetning hjá Gísla var bara flott. Hún hitti gjörsamlega í mark hjá því fólki sem ekki hefur í önnur hús að venda en RÚV á laugardagskvöldi. Þarna hefði mátt sýna heldur meira úr sal Brodway. Af hverju mega sjónvarpsmenn ekki útsetja sín show eftir eign geðþótta eins og tónlistarmenn útsetja gömul klassísk lög eftir eigin geðþótta. Nýmæli sem þessi má ekki stöðva.

Þórbergur Torfason, 12.11.2007 kl. 00:37

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Jóhann: Geri engar athugasemdir við að Gísli sé veislustjóri úti í bæ. Það má hann, hef sjálfur setið samkvæmi þar sem hann var veislustjóri. Fínn maður með ágætishúmor og allt í lagi með það. Geri athugasemdir við að hann sé sem verktaki í veislustjórn úti í bæ og stýri þættinum á meðan. Þetta á ekki samleið, mitt mat allavega og það heiðarlegt.

Jón: Þessi þáttur á sínar stundir, en mér finnst hann hafa þó skánað eftir því sem liðið hefur á. Fyrsta kvöldið var þetta hrein pína. Enda breyttu þau sumu eftir þann þátt og fylltu hann meira, bættu inn atriðum og svona. Annars eru lögin misjöfn, það er líka efnið í þættinum. Oft veltur það á gestum og þess háttar.

Ragnar: Gísli má vera veislustjóri og á að gera meira af því. Finnst hinsvegar ekki passa að keyra þetta tvennt saman. Það er heiðarlegt að segja það hreint út.

Þórbergur: Þá erum við bara ósammála með það. Þín skoðun er ekkert verri en mín, þó við séum ósammála. Ég hef farið yfir mína hlið og hvað mér finnst og líður vel með það.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.11.2007 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband