Guðný verðlaunuð - Veðramót rassskellt

Guðný Halldórsdóttir Það er skemmtileg tilviljun að Guðný Halldórsdóttir fái bjartsýnisverðlaun Alcan innan við sólarhring eftir að frábær kvikmynd hennar, Veðramót, fékk algjöra rassskellingu hjá íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni á Edduverðlaununum. Sjálf talar Guðný um rassskellingu í fréttum í dag og er greinilega sár yfir því að myndin fékk ekki fleiri verðlaun en ein. Skil ég það mat mjög vel.

Fannst mér mjög undarlegt að myndin, sem var gríðarlega vel gerð, hafi ekki fengið fleiri verðlaun. Sérstaklega fannst mér áberandi þar að Hera Hilmarsdóttir fékk ekki leikkonuverðlaunin fyrir sannkallaðan leiksigur í hlutverki Dísu. Fyrirfram taldi ég felast í ellefu tilnefningum Veðramóta að myndin yrði sigursæl, enda með fimm tilnefningar umfram Foreldra. Annars voru tilnefningarnar undarlegar, enda fékk t.d. Astrópía aðeins tilnefningu fyrir leikstjórn. Ekkert samræmi í þessu vali.

Guðný Halldórsdóttir hefur gert ólíkar kvikmyndir á sínum ferli; Ungfrúin góða og húsið og Veðramót eru hennar bestu verk á meðan að flestir vilja gleyma t.d. Stellu í framboði. Stella í orlofi var hennar hugmyndaverk og það var vel heppnað, enda myndin ein hinna bestu í gríndeildinni síðustu áratugina og klikkar aldrei. Það var því mjög ánægjulegt að kaupa hana á DVD og upplifa aftur þar sem spólan með myndinni var orðin þrælslitin af ofnotkun. Hinsvegar fannst mér hún ekki verðskulda þá niðurlægingu sem fólst í Edduverðlaununum í gær þar sem hún var algjörlega sniðgengin.

Óska Guðnýju til hamingju með bjartsýnisverðlaunin - um leið finnst mér rétt að taka undir það mat hennar að almenningur var hrifnari af Veðramótum en bransinn.

mbl.is Guðný Halldórsdóttir fékk bjartsýnisverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband