Stórfréttir úr hinum vestræna heimi

Stundum kemur það fyrir að ég efist um fréttamat mbl.is. Eitt þeirra skipta var áðan þegar að ég las þessa annars sorglegu frétt af dauða móður tónlistarmannsins Kanye West. Ekki það að hann sé lélegur músíkant eða söngvari heldur að ég tel að fréttir af fjölskyldulífi hans hafi litla þýðingu fyrir íslenskt samfélag. Það er alltaf sorglegt þegar að fólk deyr en í þessu tilfelli væri nær að láta það fylgja sem moli í annarri frétt eða eitthvað svoleiðis.

Mér finnst oft spes að lesa þessar erlendu samfélagsfréttir. Þær birtast okkur sem stórfréttir utan úr heimi, en eru í raun sá moli sem þeim er ætlaður að vera. Það væri nú skemmtilegt ef þessir molar fengju bara að dekka bandarískan veruleika en ekki endilega okkar. Af hverju getur mbl.is ekki bara fært okkur fréttir af líðan mæðra íslenskra tónlistarmanna? Þegar að stórt er spurt verður oft því færra um svör.


mbl.is Móðir Kanye West látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Gunnarsson

Allar slúðurfréttir frá Bandaríkjunum hafa litla þýðingu fyrir íslenskt samfélag. Þar á meðal fréttir af Önnu Nichole sem þú varst nú duglegur að blogga um. Bara pæling.

Þórður Gunnarsson, 12.11.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Er algjörlega ósammála því. Ég geri skýran greinarmun á heimsþekktu fólki, úr kvikmyndum og tónlist, og foreldrum þeirra. Hef oft skrifað um andlát þekkts fólks erlendis, leikara, stjórnmálamanna og söngvara. Enda bara eðlilegt. Sjálfur hef ég alla tíð haft mikinn áhuga á kvikmyndum, stúderað þær lengi. Sé ekkert athugavert að skrifa um dauða heimsþekkts fólks. Móðir þessa tónlistarmanns var ekki heimsfræg.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.11.2007 kl. 17:25

3 identicon

Þú segir að móðir þessa tónlistarmanns var ekki heimsfræg.  Þú efast líka um fréttamat mbl.is.

Ég leyfi mér að efast um mat þitt á heimsfrægð.

Fyrir þá sem eru á annað borð áhugasamir um Kanye West og hans tónlist eru þetta miklar fréttir. West semur mikið um eigið líf og kemur móðir hans mikið fyrir í hans textasmíð. Hún var stór persóna í þeim heimi sem West skapaði sér sem tónlistarmaður.

Ég hef hlustað mikið á West síðan hann kom fram á sjónarsviðið og þykir tónlistin hans mjög góð. Mér finnst það því mjög fréttnæmt að móðir hans sé nú látin, langt fyrir aldur fram og það eftir kvilla í kjölfarið á lýtaaðgerð.

Fyrir utan það finnst mér sérstakt að efast um fréttamat þegar viðkomandi frétt er ein sú mest lesna á einum vinsælasta fréttavef landsins. Er það ekki gott fréttamat í eðli sínu að framreiða vinsæla frétt, sama hvert innihald hennar er?

Eiríkur (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 17:45

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er ekki við því að búast Eiríkur Stefán að allir séu sammála um fréttamat. Ég hef sagt mína heiðarlegu skoðun. Ef marka má komment á Moggablogginu er ég ekkert einn um það. Þó að þú sért þessarar skoðunar er ekkert endilega svo að aðrir séu það. Þú hefur þitt leyfi til að tala með þínum hætti og er það frjálst. En ég hef sagt mitt.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.11.2007 kl. 18:14

5 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Stefán.Ég er algerlega sammála þér um þessa frétt og fréttamat mbls.

Eiríkur. þótt þú hlustir mikið á þennan Kanye West er það ekkki sjálfgefið að margir hlusti á hann hér,og þótt hann yrki um móður sína verður hún ekki heimsfræg fyrir það.Ég held að þessi mikla lesning stafi af forvitni ,um hvaða fólk sé verði að tala .

Ari Guðmar Hallgrímsson, 12.11.2007 kl. 22:10

6 identicon

Kanye West er heimsfrægur, móðir hans ekki, það er enginn að mótmæla því. En þetta fræga fólk er oft eitthvað að dingla sér með einhverju almúgapakki og það kemst í fréttirnar, ættu fjölmiðlamenn að sleppa því að skrifa um það bara afþví fræga fólkið er ekki að pota í annað frægt fólk? Og andlát Dondu West er alveg jafn merkilegt fyrir sumum og andlát Önnu Nicole var fyrir öðrum og andlát Pavarotti fyrir enn öðrum! 

ÓskarG (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 23:39

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Óskar

Ber mikla virðingu fyrir Kanye West sem tónlistarmanni, það er alveg á tæru. Vil bara að það komi fram. Annars eru alltaf ólíkar skoðanir á því hvað sé fréttir og sé ekki frétt. Það er misjafnt yfir því öllu. Við erum greinilega sammála um að móðirin var ekki heimsfræg, þó auðvitað hafi hún náð einhverju sviðsljósi vegna frama sonar hennar. Þeir sem eru á því að andlát Dondu sé merkilegt skrifa þá um það með þeim hætti. Mat hvers og eins bara. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.11.2007 kl. 00:14

8 identicon

Held það sé meira verið að skrifa um það útaf Kanye, þar sem það á eflaust eftir að hafa mikil áhrif á hann persónulega

ÓskarG (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband