Hugsað til jóla - innkaupastríðið að hefjast

Jólainnkaupin Það styttist í jólin - aðeins rétt rúmir 40 dagar til stefnu og öll teikn á lofti um að innkaupastríðið, sem orðinn er órjúfanlegur hluti jólanna, sé að fara af stað af fullum þunga. Það sést einna best af markaðssetningu Rannsóknaseturs verslunarinnar sem minnti á sig í dag. Hefði þó veðjað á margt annað en GPS-staðsetningartæki sem jólagjöfina í ár, kom mér svolítið á óvart.

Það er svo margt sem er spennandi ein jólin en svo gleymd þau næstu. Muna ekki allir eftir fótanuddtækjunum? Eru ekki margir með þannig inni í geymslunni sinni. Markaðssetning jólanna er að verða ansi mikil. Þetta er allt komið á fullt löngu fyrir aðventu, kynningar verslana á því flottasta að þeirra mati og svona mætti lengi telja. Hef alltaf verið mikill áhugamaður um jólin og ég byrja að plana þau snemma ávallt á hverju ári. Til dæmis er það ævinlega þannig hjá mér að ég skrifa öll jólakort í nóvember, þá kaupi ég þær jólagjafir sem ég gef, ef nokkrar eru undanskildar og ég skipulegg allt.

Desember er mánuður rólegheita hjá mér. Það hefur nær alltaf verið þannig. Ég vil nota aðventuna til að slappa af og hafa það rólegt, njóta góðra laga og stemmningarinnar sem fylgir þessari miklu hátíð. Ég nenni ekki að eyða mánuðinum í því geðveikislega stressi sem fylgir búðunum í desember, því miður. Ég nenni ekki að taka þátt í því og nota því nóvember til að klára það sem mikilvægast er. Það er langbest, trúið mér bara. Annars er ég varla einn um þetta. Ég mun skrifa á öll jólakort sem ég sendi, sem er allnokkur slatti, sennilega í næstu viku og ætla að kaupa gjafirnar fljótlega.

Ég á afmæli í desember, tveim dögum fyrir jól, svo ég kannast við stressið sem fylgir því að eiga afmæli svo til í aðdraganda jólanna. Það vandist skemmtilega vel, en ég hef alltaf vanið mig á það að geta slappað af á þessum afmælisdegi og liggja ekki í búðarrandi. Á ekki við mig. Því er svo gott að geta klárað allt í nóvember og notað desember til hugleiðingar um gildi jólanna, en ekki standandi ergelsis í verslunum Baugsfeðga.

Þessi tími er mun meira virði en það, að mínu mati. Vonandi eigum við öll notalegan og ergelsislausan fyrripart desember framundan. Ég ætla allavega ekki að ergja mig í búðum á aðventunni og sérstaklega ekki eyða þorláksmessu hlaupandi í örvæntingu milli verslana eða morgni aðfangadags. Það á að nota nóvember í að klára svona hluti, að mestu.

mbl.is Jólagjöfin í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Oh hvað mér þykir vænt um að lesa þessa færslu hjá þér, þetta er alveg eins og minn jólaundirbúningur. En mörgum þykir ég hallærisleg að hafa þetta svona

Jónína Dúadóttir, 13.11.2007 kl. 16:53

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið Jónína. Gaman að lesa það. Það er já langbest að vera snemma í þessu, hafa svo desember ljúfan og góðan, njóta jólailmsins og gleðinnar. Það er engin gleði í stressinu. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.11.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband