Jákvætt skref hjá Samkeppniseftirlitinu

Það er ánægjulegt að loksins hafi Samkeppniseftirlitið hafið rannsókn á meintu samráði Krónunnar og Bónus, með húsleit í fyrirtækin í morgun. Það var kominn tími til að þær alvarlegu ásakanir sem þessi fyrirtæki hafa setið undir yrðu könnuð til fulls. Það er algjörlega ólíðandi að neytendur í þessu landi þurfi að sætta sig við þennan óstaðfesta en þó áberandi orðróm sem grasserað hefur vikum saman, án þess að ekkert sé gert. Ég sagði á þeim tíma sem umræðan hófst að hefja ætti rannsókn án tafar og komast til botns í málinu. Það blasti reyndar við þá þegar að engin bið gat orðið á því.

Ásakanirnar um samráð og það hvernig neytendur hafa verið hafðir af fíflum með svokölluðum verðkönnunum, eða því sem frekar ætti að kalla aumt sjónarspil, eru þess eðlis að almenningur í landinu, neytendur sem þurfa að versla matvæli flesta daga vikunnar, krefst aðgerða. Það hefur löngum verið talað um matvörumarkaðinn hérna heima sem gruggugan án þess að nokkuð hafi verið gert beint í málunum. Fákeppnistal hefur verið áberandi í umræðum manna á meðal. Það verður að taka þessi mál til skoðunar og fara yfir það.

Umræðan í upphafi leiddi þegar af sér þá staðreynd að verðkannanir eru bara sýndarleikur sem ekkert er að marka. Verðbreytingar mörgum sinnum á dag vekja líka spurningar. Það að vafi leiki á heiðarleika þessara fyrirtækja sem reka ódýrustu búðirnar á matvörumarkaði er ólíðandi og það verður að koma fram með staðreyndir í málinu. Til þess er Samkeppniseftirlitið hæfast og því ber að fagna almennilegri rannsókn á málinu.

mbl.is Húsrannsókn byggð á upplýsingum frá einstaklingum og fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband