Munu Grímseyingar sameinast Akureyri?

Grímsey Það er að mínu mati jákvætt skref að Grímseyingar óski eftir sameiningarviðræðum við Akureyrarbæ. Eðlilegt er að láta á þann kost reyna fyrst eyjaskeggjar vilja horfa til sameiningar, án þess að nokkuð sé þó ljóst um niðurstöðu nú þegar. Það hefur reyndar verið bjargföst trú mín mjög lengi að stutt sé í að Eyjafjörður sameinist í eitt sveitarfélag. Held að það verði raunin fyrr en síðar.

Þegar hefur sameining orðið í smærri skömmtum hér í firðinum, en þrjú ár eru til dæmis síðan að Akureyri og Hrísey sameinuðust í eitt sveitarfélag. Kosið var um heildarsameiningu fjarðarins í landskosningu um sameiningu haustið 2005, en þá var það fellt á öllum stöðum nema Ólafsfirði og Siglufirði, sem sameinuðust í Fjallabyggð í kjölfarið. Grímsey var þá reyndar ekki í kosningunni eitt sveitarfélaga í Eyjafirði.

Ég er frekar hlynntur sameiningu af þessu tagi að svo stöddu. Tel að það gæti orðið gott mál að treysta böndin með þeim hætti. Það verður sannarlega saga til næstu bæja ef sú verður raunin að Akureyri og Grímsey verði ein sveitarstjórnarheild. Þá eru báðar perlur Eyjafjarðar, eyjurnar tvær, sameinaðar Akureyri.

Sameiningarkosningin 2005 var augljóslega of stórt skref á því stigi. Þá spáði ég reyndar í skrifum að langt yrði í heildarkosningu af sama tagi, en þess þá styttra í sameiningar innbyrðis á svæðinu í skömmtum. Það hefur orðið raunin og ég tel að þetta sé þróun sem verði áberandi á næstu árum.

mbl.is Vilja ræða um sameiningu Grímseyjar og Akureyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband