Tapað - fundið

Ragnar Bragason Það er gott að Ragnar Bragason hefur fundið Edduverðlaunin sín. Það hefði verið frekar ömurlegt fyrir sigurvegara hátíðarinnar að enda jafntómhentur og var fyrir verðlaunaafhendinguna; tapa leikstjóraverðlaununum t.d. til einhvers manns úti í bæ. Annars gæti nú varla verið að einhver vilji skreyta híbýli sín með Edduverðlaunum annars fólks.

Það er reyndar ekki furða að gárungarnir grínist með að það sé ekkert sérstakt að vinna Edduverðlaun. Sumir eiga orðið svo margar að hillurnar heima eru sneisafullar af þeim. Ingvar E. Sigurðsson hefur t.d. unnið fimm Edduverðlaun á innan við áratug fyrir leik í aðalhlutverki og sumir eiga svipaðan fjölda. Það sem mér fannst þó verst við verðlaunin síðast var hvað þau voru einsleit. Ein mynd tók næstum öll verðlaunin og spennan var ekki mikil. Kannski er of stutt milli hátíða, hver veit.

Það er auðvitað staðreynd að við erum með kvikmyndaverðlaun í samfélagi þar sem í mesta fimm til sex kvikmyndir eru gerðar á ári, það er sjaldan sem meira af efni kemur fram allavega. Svo eru sjónvarpsþættir tilnefndir sem hafa verið stuttan tíma í útsendingu og sumt efni fer beint í tilnefningaferlið. Mér fannst sumir tilnefningaflokkarnir að þessu sinni stórundarlegir. Það hvernig litið var framhjá Astrópíu vakti mesta athygli, en svo var bara tilnefnt fyrir leikstjórn í henni. Leikstjórn fyrir hvað er eðlilegt að spyrja, fyrst myndin fær ekki fleiri tilnefningar en hana.

Eðlilegri tímasetning á verðlaunin væri á svipuðum tíma og Óskarsverðlaunin vestanhafs; í febrúar eða mars. Þá er verið að gera upp heilt ár og sjónvarpsefnið hefur verið lengur í umræðunni en örfáar vikur. En kannski er samfélagið svo lítið að við erum með eina stóra klíku. Það að Guðný Halldórsdóttir fékk engin verðlaun vakti t.d. athygli, ef undan eru skilin verðlaun Jörundar Ragnarssonar fyrir túlkun sína á Samma í Veðramótum.

Enn vandræðalegri bragur verður annars á hátíðinni ef verðlaunahafarnir gleyma verðlaunagripunum á djamminu og auglýsa svo opinberlega eftir þeim.

mbl.is Týndi tveimur Eddum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég hefði nú spurst fyrir á lægri nótunum í hans sporum, en það er nú bara ég... Svo fannst mér nú ólíklegt að einhver færi að stela þessum styttum, þær eru ekkert ofsalega fallegar og það er varla hægt að fá mikla peninga fyrir þær, þó reynt hefði verið að selja þær

Jónína Dúadóttir, 16.11.2007 kl. 19:21

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

maður spyr sig hvort að um sé að ræða sama kerfi og ríkislystastyrkirnir voru undir og nefndirnar með þeim?

Annars er þetta alveg rétt hjá þér. samaliðið kemur saman og kýs hvert annað.  

Fannar frá Rifi, 17.11.2007 kl. 01:39

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka ykkur kommentin. Við erum greinilega öll mjög sammála um Edduverðlaunin og bakgrunn þeirra. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.11.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband