Verðskuldaður heiður Sigurbjörns Einarssonar

Hr. Sigurbjörn Einarsson Það er mikill sómi af því að herra Sigurbirni Einarssyni, biskup, hafi verið veitt verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Það er sannarlega verðskuldaður heiður. Sigurbjörn hefur alla tíð talað kjarnyrta íslensku til þjóðarinnar úr predikunarstól og ritað bækur og íhuganir sem lifa með þjóðinni. Hann er einn áhrifamesti maðurinn í sögu íslensku þjóðkirkjunnar.

Segja má að Sigurbjörn Einarsson sé í senn ennfremur merkasti Íslendingur 20. aldarinnar og áhrifamesti predikari þjóðarinnar frá upphafi kristni á Íslandi. Áhrif hans innan kirkjunnar eru óumdeild; sem kennari við guðfræðideild Háskóla Íslands og biskup Íslands í tvo áratugi mótaði hann kynslóðir presta og varð andlegur leiðtogi í huga landsmanna allra.

Sigurbjörn er einn þeirra manna sem hafa þá náðargáfu að tala af visku og kærleika svo að fólk hlustar. Það er þjóðinni mikilvægt að eiga andlegan leiðtoga á borð við hann. Hann nálgast tírætt og ber aldurinn vel, er mjög vel ern. Sigurbjörn hefur markað sér þau áhrif sem mest má meta og hann mun njóta virðingar þjóðarinnar svo lengi sem menn minnast hans og trúarlegra starfa hans.

Það er að ég tel leitun að þeim mönnum sem merkari skref munu skilja eftir sig eftir sinn dag. Því er þessi heiður svo verðskuldaður. Ég óska Sigurbirni til hamingju með verðlaunin.

mbl.is Sigurbjörn Einarsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég tek heils hugar undir þessi orð þín, Stefán. Herra Sigurbjörn hefur gefið þessari þjóð mikið, rétt eins og Jónas.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.11.2007 kl. 01:01

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentið Gréta. Já, það er víst óhætt að segja að svo sé.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.11.2007 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband