Sögupistill - söguleg stjórnarslit 1988

Steingrímur og Jón Baldvin

Í langri sögu sinni hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið kjölfestan í íslenskum stjórnmálum, stýrt málum af krafti og verið leiðandi stjórnmálaafl. Það hefur verið einn helsti aðall flokksins að geta farið fyrir sterkum tveggja flokka stjórnum og jafnan leitast eftir að fá umboð til að leiða slíkar stjórnir. Við ungliðar í flokknum þekkjum t.d. fátt annað en tveggja flokka stjórnir með þátttöku Sjálfstæðisflokksins sl. 15 ár. Sjaldan hefur það gerst að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið þátt í myndun þriggja flokka ríkisstjórnar. Í kjölfar þingkosninganna 1987 var Sjálfstæðisflokkurinn ekki í aðstöðu til að mynda tveggja flokka stjórn. Svo fór að flokkurinn myndaði þá ríkisstjórn með Alþýðuflokki og Framsóknarflokki undir forsæti Þorsteins Pálssonar.

Í sögupistli mínum á sus.is í dag er fjallað um þetta stormasama stjórnarsamstarf og söguleg endalok þess í kastljósi fjölmiðla haustið 1988. Um helgina eru 18 ár liðin frá endalokunum og því er það mjög viðeigandi að skrifa þessa sögu nú. Eftir viku mun ég í sögupistli fjalla um formannskjörið í Sjálfstæðisflokknum árið 1991, þegar að Davíð Oddsson, þáv. borgarstjóri og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, felldi Þorstein Pálsson af formannsstóli Sjálfstæðisflokksins með mjög sögulegum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband