Hafa þingmenn ekkert þarfara að gera?

Steinunn Valdís Það er til marks um hvað er dauft yfir Alþingi og greinilega lítið um að vera þar að helsta umræðuefnið hjá vissum stjórnarþingmönnum í upphafi kjörtímabils sé hvort hætta eigi að nota orðið ráðherra um þá sem eiga sæti í ríkisstjórn Íslands. Satt best að segja finnst mér þetta fjarri því mikilvægasta málið sem þörf er á að ræða og ekki nema von að spurt sé hvort málefnadeyfð sé yfir þinginu.

Umræðan um það hvort ráðherranafnið passi er fjarri því ný af nálinni, en ég hef ekki enn heyrt neitt orð betra. Það vekur enda mesta athygli að í tillögum sínum um breytingar hefur Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður og fyrrum borgarstjóri, sjálf ekkert annað heiti til staðar og kallar eftir því að fræðimenn aðstoði sig við að bæta úr því. Vilji fólk breytingar og skipta út heitinu ráðherra væri ágætt að fram færi umræða um hvað ætti að koma í staðinn og vonbrigði að málshefjandi hafi þar ekkert til málanna að leggja.

Veit ekki hvaða heiti getur komið í staðinn. Það er leitun að betra orði finnst mér, það verður þá að vera öflugt og gott heiti sem við á. Annars eru ráðherraheitin orðin mjög rótgróin og ég held að það yrði mjög snúið að breyta því. Auk þess þarf væntanlega að breyta stjórnarskrá í þessum efnum og það er enn mjög langt til kosninga, að óbreyttu. Tímasetningin vekur allavega athygli. Það er gott að ekkert alvarlegra er að í samfélaginu að mati þingmanna stjórnarliðsins en vangaveltur um ráðherraheitin og hvað eigi að koma í staðinn.

mbl.is Vill nýtt starfsheiti fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En ef það á að framkvæma þetta er þá ekki málið að lauma inn í frumvarpið að orðið feministi verði fellt niður? Er ekki jafn slæmt eða jafnvel verra að hugtak fyrir jafnréttissinna beggja kynja sé svona kvennlegt? Steinunn er örugglega ánægð með það að karlmenn flokki sig sem feminista, kvennrembur trúa því nefnilega ekki að konur séu að niðurlægja karlmenn eða takmarka réttindi þeirra. Annars eru tekin fyrir allt of fá frumvörp á starfstíma Alþingis, á meðan sú staða breytist ekki á eingöngu að leggja fram mikilvæg frumvörp sem hafa raunveruleg áhrif á daglegt líf fólks.

Meira að segja ætti þetta að vera neðarlega á forgangslistanum ef eingöngu er horft til jafnréttismála. Hvernig væri að reyna að koma karlmönnum upp í 50% framhalds- og háskólanema? Nei sumum kvennrembum finnst það víst vera "gott jafnrétti" ef hlutföllin eru 60/40 konum í hag. Svo er sú hræðilega hefð að konur fái fullt forræði yfir börnum þó að þeirra fyrrverandi sé sambærilegur eða jafnvel betri foreldri, þurfa helst að vera dópistar eða geðsjúklingar svo að karlmaðurinn fái fullt forræði. Þetta er miklu alvarlegra en það að konur séu að fá nokkur prósent minna útborgað á frjálsum vinnumarkaði, þetta er eitt af verstu mannréttindabrotum í sögu landsins en nei það er víst ekki jafn mikilvægt og hvaða starfsheiti kvennrembur þurfa að bera. Spurning hvort að kvennkyns ráðherrar byrji ekki bara kalla starfsheitið sitt eitthvað annað þó að það sé ekki sett í lög. Ágætt að venjast því að heyra þau og sjá hvaða hugtak verður vinsælast áður en því er þvingað í lagasetningu.  

Geiri (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 01:07

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég tek undir það að mér finnst svona mál eigi ekki að koma til umræðu eða afgreiðslu, fyrr en ekkert annað er að gera á Alþingi. Það er svo ótalmargt annað miklu mikilvægara, sem á að ganga fyrir og svo er mér slétt sama hvað konur og menn í ráðherrastólum kalla sig, svo framarlega sem þau vinna vinnuna sína. Og tek jafnrétti fram yfir kvenréttindi, þó ég sé kona Njótið dagsins

Jónína Dúadóttir, 21.11.2007 kl. 07:06

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Já leggjum til að orðið Femínisti verði bannað. Víst það er ekki hægt að nota herra yfir konur er þá hægt að nota femínisti yfir karl?

Við búum greinilega við ofstorkan meirihluta. Þingmenn hafa greinilega ekkert að gera. Ætli vikulangar kjaftaræður fari nú ekki að byrja á næstunni? Vonandi getur Sturla lagað þetta svo að fleiri mál fari í gegn á lengri tíma. Ekki eins og núna er þegar margir þingmenn hafa svo miklar mætur á eigin orðum að þeir verða að kjafta linnulaust frá Áramótum og fram yfir Páska. 

Fannar frá Rifi, 21.11.2007 kl. 14:07

4 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Mér finnst vera skelfilegt hve mikil lægð er yfir íslenskum stjórnmálum. Þetta mál sýnir að Samfylkingin hefur lítið að gera í ríkisstjórn fyrst að hún getur ekki einbeitt sér að mikilvægari málum.

Ég vil halda þessu orði vegna þess að það hefur verið lengi og ég tel ekki þarft að breyta því.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 21.11.2007 kl. 14:38

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

það var vitað að einhver svona ruglmál myndu koma upp vegna þess hve þingmannafjöldinn er ójan á alþingi.
ef valdís telur þetta vera eitthvað mál sem hún vill setja á oddinn þá segir það meira en mörg orð um hennar forgangsröðun

Óðinn Þórisson, 21.11.2007 kl. 17:55

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin. Það er gott að við séum öll meira og minna sammála um þetta.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.11.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband