Kemst Whitney af botninum og aftur á toppinn?

Whitney HoustonÞað verður ekki um það deilt að Whitney Houston er ein af bestu söngkonum bandarískrar tónlistarsögu síðustu áratugina, sennilega mesta efni sinnar kynslóðar; sönn stjarna sem hitti í mark. Whitney varð enda gríðarlega vinsæl, átti smelli sem hafa lifað og komst á tindinn. Frægðarstjarna hennar skein eflaust skærast á níunda áratugnum og framan af þeim tíunda. Hún náði að skáka heimsþekktum söngkonum af vinsældalistum og er heitasta tónlistarstjarna sinnar kynslóðar í Bandaríkjunum.

En öllu gamni fylgir nokkur alvara er yfir lýkur. Glampinn slokknaði allsnarlega er Whitney lenti í viðjum dópdjöfulsins sjálfs í kjölfar eiginmannsins Bobby Brown og barðist við fíknina auk þess sem sviðsljósið varð á samband hennar við eiginmanninn, sem margir hafa talið þann sem eyðilagði tónlistarferil hennar á sínum tíma. Persónulegir erfiðleikar Whitney hafa verið alþjóðlegt fjölmiðlaefni nú árum saman og eiginlega sorglegt að sjá hvernig fór fyrir henni. Sjálf tók hún líka rangar ákvarðanir og hafði ekki það sem þurfti til að byggja sig upp aftur. 

Það vakti t.d. mikla athygli þegar að Whitney slaufaði sig út úr kvikmyndasöngatriði Burt Bacharach á óskarsverðlaunahátíðinni á aldamótaárinu, þar sem margar vinsælustu söngstjörnur seinni ára komu saman og tóku lagið. Whitney átti upphaflega að verða eitt af stærstu númerum atriðsins og Burt hafði valið henni nokkur lög til að syngja, þar á meðal óskarsverðlaunalagið úr A Star is Born. Hún mætti illa og stundum alls ekki á æfingar. Burt rak hana úr atriðinu með eftirminnilegum hætti og skarð hennar var fyllt af Queen Latifah og frænku hennar, Dionne Warwick, sem kom fram eftir áralanga fjarveru og söng lagið úr Alfie.

Whitney hefur ekki bara verið söngkonan fræga. Hún reyndi líka fyrir sér í kvikmyndum með frekar tilþrifalitlum hætti. Flestir muna eftir kvikmyndinni Bodyguard, sem átti að vera stórt móment hennar sem leikkonu, þar sem Whitney lék á móti Kevin Costner, söngstjörnu í viðjum morðhótana frá aðdáenda sínum. Whitney söng þar, eftirminnilega, eitt þekktasta lag tónlistarferils country-stjörnunnar barmabústnu Dolly Parton, I Will Always Love You, í nýrri útsetningu og gaf því nýtt líf fyrir yngri kynslóðir. Auk þess lék hún í kvennamyndinni Waiting to Exhale og The Preacher´s Wife (við hlið Denzel Washington).

Það verður áhugavert að sjá hvort að Whitney geti aftur náð á toppinn. Það er ekki öllum gefið að snúa aftur eftir áralanga sambúð með Bakkusi og vandræðum dópfíkninnar. En á móti kemur að Whitney er goðsögn í bandarískri tónlistarsögu, ein vinsælasta söngkona tónlistarsögu Bandaríkjanna. Ef henni tekst ekki að snúa aftur þarf Britney Spears ekki einu sinni að reyna fyrir sér framar.


mbl.is Whitney Houston snýr aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm að bera saman Whitney og Britney er eins og að bera saman gulrótasafa og gosdrykk. Auðvitað er Whitney með sterkari söngrödd en Britney er einfaldlega að seglja allt annan pakka, eðlilegt að bera hana saman við t.d. Janet Jackson. En já það fór allt á niðurleið hjá Britney eftir að hún giftist og söng cover af Bobby Brown lagi, ætli þetta sé smitandi?

En já gott mál að fá Whitney aftur, vonandi mun ganga vel hjá henni. 

Geiri (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 01:40

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það væri gaman, hún var í miklu uppáhaldi hjá mér

Jónína Dúadóttir, 23.11.2007 kl. 06:46

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Geiri: Dettur ekki í hug að líkja þeim saman sem söngkonum. Þær eru eins og dagur og nótt hvað það varðar. Hinsvegar hafa þær lent í svipaðri lífsreynslu, báðar farið á botninn. Það sem ég sagði var að ef Whitney gæti ekki snúið aftur gæti Britney sleppt því að reyna. En Whitney er goðsögn í bransanum, sannkölluð stjarna. Það er Britney ekki, fjarri því. Hún var bara stundargaman í bransanum og telst engin goðsögn.

Jónína: Já, vonandi tekst þetta hjá henni.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.11.2007 kl. 12:19

4 identicon

Tja ég myndi ekki flokka sölumestu söngkonu aldarinnar sem stundargaman. Hún seldi fleiri plötur á 5 árum en Madonna gerði fyrsta áratuginn, þrátt fyrir að lenda einmitt á því tímabili sem niðurhal á tónlist minnkaði sölu hjá vinsælustu nöfnunum. En já ég veit að sölutölur eru ekki allt, einnig að það er ekki mikið liðið af þessari öld. En hinsvegar held ég að margir Íslendingar átti sig ekki á því hversu stórt þetta veldi er sem hefur fylgt Britney. Oprah Winfrey var spurð að því hvort hún þekkti Britney Spears þegar hún heimsótti fátækt og einangrað þorp í Afríku. 

En auðvitað á Britney séns og Whitney líka. Kaninn elskar að sjá stjörnur falla en þeir eru líka hrifnir af því þegar þær dusta af sér rykið, gráta smá á sófanum hjá Oprah og koma með stórt comeback. 

Geiri (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 06:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband