Musharraf einangrast - kosningar án baráttu

Pervez Musharraf Það er til marks um hversu einangraður Pervez Musharraf, forseti Pakistans, er orðinn á alþjóðavettvangi að utanríkisráðherrar breska samveldisins hafi allir sem einn samþykkt að vísa Pakistan úr sambandi þeirra. Musharraf stjórnar með alræðisvaldi og hefur full tök á öllu sem er að gerast í landinu og stjórnar með valdboði sem öllu fólki er metur lýðræði mikils mislíkar eðlilega mjög.

Svo virðist þó vera að Musharraf ætli sér að sleppa tökum á hernum þegar að nýtt kjörtímabil tekur gildi á næstu dögum, en hann hefur stjórnað bæði her og þjóð í um áratug, haft algjör yfirráð í landinu. Hann hefur þó sagt það svo oft áður að hann ætli sér að hætta sem yfirmaður hersins að því verður ekki trúað fyrr en það gerist. Reyndar hefur hæstiréttur staðfest loks kjörgengi Musharrafs sem forseta, en það kemur varla að óvörum enda hefur hann sett leppa sína í réttinn og sparkað öllum dómurum þar með neyðarlögunum.

Nýjasta sjónarspilið hjá Musharraf er svo að boða kosningar í janúar. Einhver telur það eflaust gott skref, en það versnar yfir því þegar að ljóst er að herlögin eiga að gilda fram að kosningum. Með því er tryggt að engin verður kosningabaráttan, sem flestum þykir jú eðlileg þegar að tekist er á milli flokka í aðdraganda kjördags. Það er greinilegt að þessar kosningar verða marklausar með öllu, þar sem ekki verður tryggð kosningabarátta og alvöru átök við menn valdsins, menn Musharrafs.

Það verður áhugavert að sjá hversu lengi Bandaríkjastjórn mun halda hlífðarskildi yfir einræðisstjórn Musharrafs og hvort hún ætlar sér að blessa þann skrípaleik sem kosningarnar í janúar eru dæmdar til að verða.

mbl.is Pakistan vikið úr Samveldinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband