Sólveig Pétursdóttir ađ hćtta í stjórnmálum?

Sólveig Pétursdóttir

Sólveig Pétursdóttir, forseti Alţingis og fyrrum dómsmálaráđherra, mun í dag gefa út yfirlýsingu um frambođsmál sín. Skv. heimildum ţykir líklegast ađ Sólveig muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs ađ ţessu sinni og sinna ţví öđru en stjórnmálum í kjölfar ţessa kjörtímabils. Sólveig á ađ baki nokkuđ merkan feril í íslenskum stjórnmálum. Hún hefur veriđ umdeild en veriđ kjarnakona í stjórnmálum. Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík 1986-1990 og formađur í borgarnefndum ţađ kjörtímabil. Hún tók sćti á Alţingi í ársbyrjun 1991 ţegar ađ Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrum borgarstjóri og menntamálaráđherra, varđ seđlabankastjóri viđ fráfall Geirs Hallgrímssonar.

Sólveig var formađur allsherjarnefndar árin 1991-1999 og varđ dómsmálaráđherra í maílok 1999 í ríkisstjórn Davíđs Oddssonar. Sólveig varđ međ ţví fyrsta konan á stóli dómsmálaráđherra. Ráđherratíđ hennar varđ stormasöm og nćgir ađ nefna málefni Falun Gong sem eitt hiđ erfiđasta á hennar ferli í dómsmálaráđuneytinu. Í prófkjörinu 2002 varđ Sólveig í fimmta sćti og féll um sćti, en hún sóttist eftir ţriđja sćtinu í slag viđ Björn Bjarnason og Pétur H. Blöndal. Sólveig missti ráđherrastól sinn í kjölfar kosninganna 2003 og varđ 3. varaforseti Alţingis. Hún var kjörin forseti Alţingis í stađ Halldórs Blöndals ţann 1. október 2005.

Í dag verđur fulltrúaráđsfundur sjálfstćđisfélaganna í Reykjavík haldinn í Valhöll. Ţar mun tillaga um prófkjör dagana 27. og 28. október verđa samţykkt vćntanlega og ţar munu línur skýrast verulega um hverjir gefi kost á sér til ţingmennsku, utan ţingmannanna, fyrir flokkinn í borgarkjördćmunum tveim.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband