Væringarnar í Heimdalli



Í gær ræddi ég við einn góðan félaga minn um stjórnmálin í borginni. Þar er margt og mikið framundan fram að prófkjöri. Fullt af nýjum frambjóðendum að koma fram og þingmenn eru að tilkynna hvað þeir ætla að gera. Í næsta vetfangi spurði hann mig um slaginn um Heimdall. Sá tími ársins er runninn upp þegar að tekist er á um Heimdall, hafi þeir sem lesa vefinn ekki áttað sig enn á því. Ég vissi varla hvað ætti að segja, enda tel ég mig vera búinn að taka mínar rispur á að spekúlera og skrifa um Heimdall og væringarnar þar.

Ég sagði sem væri að í framboði væru tvær mjög hæfileikaríkar konur og þær væru báðar þekktar fyrir góð störf sín fyrir flokkinn. Það væri því ekki framundan neinn skaðatími þar, bæri fólki gæfa til að sætta sig við úrslitin. Þær hefðu báðar áhuga á þessu embætti og ekki óeðlilegt að fleiri en einn aðili hefði áhuga á að leiða Heimdall á þessum kosningavetri. Við fórum svo yfir allar sögurnar sem hafa heyrst þarna og ýmislegt sem er í gangi. Ég er ekki inni í öllu sem þar gerist sem betur fer og fylgist blessunarlega vel með þessu úr góðri fjarlægð og bíð bara úrslitanna.

Ég hef reyndar oft hugsað mjög mikið um ungliðapólitíkina þarna og held þeim skoðunum fyrir mig, þó kannski viti einhverjir hvar ég standi í þeim efnum og hverjar þær eru. Það er best að skipta sér ekki af því, þetta er ekki mitt félag og þetta er ekki mitt starfsvæði í stjórnmálunum, allavega ekki enn sem komið er. Ég hef metið það sem svo að mitt aðalstarfsvæði á næstu vikunum verði hérna. Hér get ég sagt það sem mér finnst og hef gaman af því að skrifa. Það er heillavænlegast fyrir mig og fleiri að svo verði.

En ég fylgist með pólitíkinni, hvort sem er í Heimdalli eða annarsstaðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband