Er Dalvíkur-Dan bara gerfi-Íslandsvinur?

Dalvík Mér finnst það nú svolítið háðungslegt að það sé nú komið upp að Dalvíkurvinurinn Dan Bornstein hafi aldrei komið til Dalvíkur. Vissulega er ánægjulegt að hann hafi helgað Dalvík sess á Google eins og frægt er orðið, en hinsvegar mjög pínlegt að hann hafi aldrei komið á staðinn, eins og hann fullyrti reyndar sjálfur. Það rýrir fréttina nokkuð og söguna á bakvið snöggfengna frægð Dalvíkur á veraldarvefnum.

En á þessu er samt ofureinföld lausn í sjálfu sér. Svanfríður bæjarstjóri og Júlli Júll, auk fiskidagsteymisins sem þau eru svo vel tengd í, eiga nú bara að taka sig til og bjóða Dan í heimsókn á fiskidaginn mikla í ágúst 2008 og gera eitthvað skemmtilegt móment úr þessu.

Það verður varla vandamál fyrir þá sem halda utan um málin. Það er ekki hægt annað en að bjóða honum í hina rómuðu svarfdælsku fegurð.

mbl.is Dan hefur aldrei komið til Dalvíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband