Eru herskáir nýnasistar að koma til Íslands?

Það er frekar ömurlegt að lesa nafnlausu rasistasíðuna skapari.com, en þar var forsetahjónunum og fleira fólki hótað nýlega. Nú er þar að finna kynningu á C 18, hinum vopnaða armi bresku nasistasamtakanna Blood & Honour. Er ekki hægt að skilja þennan boðskap öðruvísi en svo að þessi samtök ætli sér að koma til Íslands og séu kynnt í gegnum skapari.com með þeim hætti að þar séu aðilar sem aðhyllast boðskap nýnasista. Það eru sannarlega váleg tíðindi sem í því felast.

Mér finnst persónuhatrið og ógeðið sem þrífst þarna undir nafnleynd fyrir neðan allar hellur. Það er ekki hægt annað en að undrast hversvegna fólk getur fyllst hatri af þessu tagi. Það á að vera lykilmál í því samfélagi sem við lifum í að fólk beri virðingu fyrir hvoru öðru og geti lifað í sátt og samlyndi. Hatur á fólki vegna kynþáttar er það alvarlegt mál að taka verður á því með öllum þeim brögðum sem til eru.

Aðdáun á nasisma af því tagi sem þarna sést vekur líka fjöldamargar spurningar. Það segir allt sem segja þarf að enginn vill taka ábyrgð á þessu efni. Það er annars engin furða að nafnleysi sé yfir skrifunum, enda vilja þeir sem að þessum boðskap standa væntanlega ekki fara í fangelsi eða svara til saka fyrir það.

Heilt yfir finnst mér nafnlaust ógeð vera að aukast á netinu. Það er alltof mikið af fólki sem skrifar ógeðslega um aðra, allt í skjóli nafnleyndar. Skoðanir sem myndu aldrei koma fram ef nafn fylgdi með. Það gildir sannarlega um það ógeð sem grasserar á þessari fyrrnefndu vefsíðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Þetta er svo óhugganalegt að mér verður eiginlega bara illt af tilhugsuninni um svona samtök, ég er alin upp við sögur af WWII og Nasismanum og hef lesið um það fyrirbæri og ég fæ ekki skilið hvernig fólk aðhyllist svona lagað vitandi hvað skeði í síðustu heimstyrjöldinni

Linda, 1.12.2007 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband