Sögupistill - formannskjörið 1991

Davíð Oddsson

Í ítarlegum sögupistli á vef SUS í dag fjalla ég um formannskjörið örlagaríka á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1991 og aðdraganda þess. Davíð Oddsson, þáv. borgarstjóri í Reykjavík og varaformaður flokksins, gaf þá kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum gegn Þorsteini Pálssyni, sitjandi formanni og fyrrum forsætisráðherra. Óhætt er að segja að útkoma formannskjörsins hafi orðið söguleg fyrir flokkinn.

Það er hinsvegar hiklaust þannig að það er eitt mesta lán Sjálfstæðisflokksins að þar hafa verið sterkir forystumenn. Jafnan hafa flokksmenn getað treyst því að forystumenn flokksins séu stjórnmálamenn sem þjóðin treysti til forystu. Aðeins hafa átta menn gegnt formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn hefur verið í forystusveit ríkisstjórnar á Íslandi nú nær samfellt frá árinu 1991.

Það urðu táknræn þáttaskil innan Sjálfstæðisflokksins á þessum landsfundi í marsmánuði 1991 í aðdraganda þingkosninga það ár þegar að Davíð var kjörinn formaður og Þorsteini Pálssyni var hafnað sem formanni flokksins. Reyndar er það nú svo að þó að Þorsteinn hafi verið formaður í tæp átta ár leiddi hann flokkinn aðeins í einum kosningum, árið 1987, en þá var flokkurinn klofinn í fylkingar eftir að Albert Guðmundsson stofnaði Borgaraflokkinn.

Eftir viku mun ég fjalla um atburðarásina sem leiddi til stjórnarmyndunar dr. Gunnars Thoroddsens, þáv. varaformanns Sjálfstæðisflokksins, árið 1980. Aðdragandinn fólst í stjórnleysi eftir myndun vinstristjórnar árið 1978 og merkilegri atburðarás í tengslum við það. Merkileg saga sem ég skrifa um eftir viku á vef SUS.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband