Góðir þættir um sögu Varnarliðsins

Varnarliðið

Var að enda við að horfa á fyrri hluta vandaðrar umfjöllunar Ingólfs Bjarna Sigfússonar um sögu Varnarliðsins hér á Íslandi. Í næstu viku er komið að endalokum varnarviðbúnaðar Bandaríkjanna á Íslandi, 55 árum eftir gildistöku tvíhliða varnarsamnings landanna. Það eru mörg áhugaverð viðtöl í þessum þætti og farið yfir söguna með merkilegum hætti. Virkilega gott sjónvarpsefni, enda sjaldan réttara að fara yfir þessa sögu en einmitt núna, þegar að þetta líður allt undir lok. Þetta er löng og merk saga og fyrir sagnfræðiáhugamann eins og mig er þetta virkilega áhugavert. Varnir Íslands og varnarviðbúnaður þess er mikilvægt mál og við stöndum á krossgötum óneitanlega nú.

Á þriðjudag á að kynna fyrir landsmönnum samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um tilhögun mála eftir 1. október þegar að Varnarliðið líður undir lok. Á því leikur enginn vafi að heimsmyndin hefur breyst mikið á þeirri rúmlega hálfu öld sem bandarískt herlið hefur verið hérlendis. Hinsvegar er ógnin um hryðjuverk eða önnur voðaverk enn fyrir hendi og Keflavík er mikilvæg enn í dag vegna staðsetningar sinnar fyrir t.d. Bandaríkin. Íslendingar hafa í gegnum tíðina verið traustir bandamenn Bandaríkjamanna og oft lagt þeim lið í þeim málum sem þeir hafa veitt forystu á alþjóðavettvangi. Það hefur því verið sláandi að sjá ómerkilega framkomu Bandaríkjanna síðustu mánuði.

Í þessum þáttum verður greinilega farið yfir alla sögupunktana og þarna eru viðtöl við menn sem hafa verið miðpunktar í sögu Varnarliðsins í þessari 55 ára sögu. En nú er henni lokið og verður fróðlegt að sjá hvað tekur við um mánaðarmótin. Við sjáum kortlagningu þessara nýju tíma á þriðjudag á blaðamannafundinum þar sem samkomulag um tilhögun mála. Þegar að ég fór inn á þetta svæði í sumar var það eins og yfirgefinn bær í villta vestrinu. Dauðabragurinn á svæðinu kom vel fram í nýjustu myndunum sem sýndar voru í þættinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband