Íslensk rómantík par excellence

Óli Geir Það er oft talað um það hvort rómantíkin sé minni hjá yngri kynslóðinni en þeirri eldri. Held að það sé reyndar alls ekki, það er stutt í notalega tóninn í okkur öllum innst inni. Það er reyndar sérstaklega notalegt að lesa fréttina um rómantík fyrrum herra Íslands sem endurheimti hjarta konunnar sem hann elskaði með sannri rómantík. Kannski meta margir rómantíkina hallærislega en við viljum samt alltaf hafa notalegt andrúmsloft í kringum okkur.

Annars var sérstaklega sniðugt hjá honum að nota lagið úr The Wedding Singer til að hitta rétta rómantíska tóninn. Held að þetta sé annars eitt rómantískasta kvikmyndalag seinni tíma, algjörlega yndislegt í gegn. Það er reyndar alltaf eitthvað við þá mynd, með Adam Sandler og Drew Barrymore, sem klikkar aldrei. Þetta lag er allavega með rétta tóninn.




mbl.is Fyrrum herra Ísland endurheimtir ástina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ásgeirsson

Ekki get ég tekið undir ummæli þín Stefán, frekar en hinn fyrri daginn. Samþykki þitt á veimiltítulegri hegðun drengsins er til skammar. Hver sá maður sem svo gjörsamlega veitir konu vald yfir líðan sinni er ekki karlmaður - hann er vesælt hrúgald vanþroskaðra tilfinninga.

Tómas Ásgeirsson, 7.12.2007 kl. 17:03

2 Smámynd: Guðjón Jónsson

Ég hefði samt tekið þetta skrefinu lengra og sungið sjálfur lagið, en kannski kann Óli Geir ekki að syngja.

Guðjón Jónsson, 7.12.2007 kl. 18:17

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Jamm, algjörlega sammála því Gaui. Hefði frekar sungið þetta sjálfur en láta annan um það. Mun svona persónulegra og betra. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.12.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband