Hálfvitagangur á Moggablogginu

Mér var bent á það í kvöld að einhver aðili hefði opnað vefsíðu hér á Moggablogginu þar sem útlit vefsíðunnar minnar er kóperað frá a-ö og meira að segja reynt að stæla nafnið mitt og netfangið og birt þar breytt ljósmynd af mér. Veit ekki hver stendur á bak við þennan hálfvitagang og er í sjálfu sér alveg sama um það. Finnst það samt svolítið hlægilegt að einhver þarna úti sé það ruglaður og illa á sig kominn að hafa ekkert annað fyrir stafni en reyna að stæla mig og búa til vef byggðan á mínum. Skil bara ekki tilganginn.

Veit ekki hvort ég er einstakur í bloggsamfélagi heimsins eða landsins ef út í það er farið. Er bara einn mjög margra sem skrifa hér og hef bloggað í yfir fimm ár um það sem er að gerast í samfélaginu. Bloggið mitt hefur alla tíð verið samfélagsblogg og það hefur margoft komið fram að ég er áhugamaður um fréttir, stjórnmál og allt mögulegt sem er að gerast í samfélaginu. Morgunblaðið býður upp á fréttablogg og ég veit ekki betur en að ég sé einn fjöldamargra sem nota sér það og tjái mig með mínum hætti þar.

Hef ekkert verið að amast mikið síðustu árin yfir skítkasti og ómerkilegheitum í minn garð. Það dæmir sig held ég alveg sjálft. Það virðist vera að ráðist sé að mér vegna þess að ég held úti bloggi sem er vinsælt og talsvert mikið lesið. Það er alltaf nóg af fólki svosem sem er til sem er öfundsjúkt í garð annarra. Þetta mál í kvöld ber öll merki þess að ráðist sé að mér sem persónu og reynt að gera lítið úr þessum vef og vinsældum hans. Er í sjálfu sér alveg sama. Fannst þetta þó svolítið leiðinlegt mál, enda hef ég jafnan reynt að vera málefnalegur og forðast að ráðast mjög harkalega að öðru fólki.

Kannski er það stóra ástæða þessa alls að ég er málefnalegur og er ekki mikið í skítkasti. Veit það ekki og er í sjálfu sér alveg sama. Er samt svolítið hugsi yfir þessum leiðindum og því að virkilega sé til svo miklir hálfvitar í samfélaginu að nenna að kópera útlit þessa bloggs og reyna að telja öðrum trú um að þar skrifi ég. Held samt að allt hugsandi fólk hafi séð í gegnum þetta, enda var þetta svo afspyrnuilla gert og barnalega.

Jenný Anna Baldursdóttir spyr stórt í kvöld - hvort að mér sárni svona árásir að mér og persónu minni. Í sjálfu sér held ég að það sé mannlegt að sárna að til sé fólk sem hatar mann svo mjög að koma með vef af þessu tagi og eða vera svo öfundsjúkt í garð manns að nenna að standa í svona rugli. Það er mér svolítið heilagt þegar að aðrir nota nafn mitt, netfang og ljósmynd og reyna að telja öðrum trú um að ég standi þar að verki.

Að öðru leyti er mér sama. Vona samt að þetta sé ekki kristalsdæmi þess að svo barnalegur hálfvitagangur og árásir að vinsælum bloggurum sé að verða áberandi í þessu annars ágæta bloggsamfélagi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Sæll Stebbi - blessaður láttu það ekki fara of mikið í taugarnar á þér þó til sé fólk sem lifir fyrir leiðindin; það er með talsverðum ólíkindum að einhver gefi sér tíma til að búa til síðu fyrir skáldað hliðarsjálf bara til að lýsa vanþóknun á hinni eða þessari bloggsíðunni.

Það eru margar bloggsíður hér á Moggablogginu sem mér þykja drepleiðinlegar og fyrir bragðið sleppi ég því bara að kíkja á þær, í stað þess að eyða tíma í að velta mér upp úr því hvað síðurnar séu óskemmtilegar. Ég tími einfaldlega ekki tíma mínum í leiðindi.

Þar að auki er skítkast sem sett er fram í skjóli nafnleyndar ekki svaravert, og slíkt svertir engan nema þann sem slettir því.

Jón Agnar Ólason, 11.12.2007 kl. 01:42

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir heilsteypt og gott komment. Hef jafnan verið afskaplega rólegur maður og ekkert látið hlutina koma mér úr jafnvægi. Það gerðist ekki í kvöld að ég svosem trompaðist. Varð aðallega bara hissa og undrandi á þeirri elju sumra að gera þetta. Það eru eðlileg fyrstu viðbrögð. Reiði er jafnan ekki mikil í mér, þó ég geti alveg gosið eins og aðrir. Vona bara að þessu máli sé lokið. Held að þeir sem lesi skrifin sjái aðallega hugleiðingar nett undraðs manns á þessu máli. Er ekkert reiður, þó ég geti orðið það ef að mér er harkalega ráðist.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.12.2007 kl. 01:49

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

úff sjúkt og barnalegt.  Trúi ekki að fólk leggist svona lágt.  Svo auðvelt að sárna yfir slíku, en þú hefur greinilega mikin stuðning líka og ég held að flestir sjái hvað er kjánalegt að gera slíkt.  Þetta hlýtur að vera einhver sem á annað hvort eftir að læra og þroskast mikið eða nær kannski aldrei almennum þroska.  Gott að þú veist betur.

Langaði bara að láta vita að svona fávitaskapur á ekkert heima hér og auðvita ættu að ríkja reglur hér í netsamfélaginu eins og annars staðar.
Ég býst við að þessari copy-past síðu verði lokað, ef ekki hvet ég mbl-stjórnendur til að gera það, síðum hefur verið lokað fyrir minna.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.12.2007 kl. 01:56

4 identicon

Rosalega er nú samt gott að geta veitt einhverjum þá ánægju ( eða ekki ) að hafa eitthvað að gera.

Eftirherma er kanski samt ekki alveg það skemmtilegasta sem til er í heimi að mínu mati.

Ég les oftast bloggið þitt, en commenta sjaldan. Kanski vegna þess að ég hef ekkert málefnalegt um málin að segja.  En nú fannst mér þörf á að commenta.  Mér finnst svona hegðun skítleg, hvernig svosem á henni stendur.

Þú ert skemmtilegur bloggari Stefán. Haltu áfram á þinni braut. Einhver annar getur gert eitthvað annað.

Góðar stundir.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 02:18

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jón var á undan mér, ég bara tek undir það sem hann skrifar

Jónína Dúadóttir, 11.12.2007 kl. 07:12

6 identicon

Stefán, það sést að bloggið er mikið lesið en yfir 1200 manns búið að koma á síðuna þína í dag þegar þetta er skrifað. Þú ert vinsæll bloggari og því áttu ekki á láta einhverja eftirhermu draga þig niður.

Það er alls staðar í þessu þjóðfélagi fólk sem öfundast í garð náungans eða illkvittnin er með ólíkindum. Líkt og Nanna Katrín, þá hvet ég mbl stjórnendur að loka þessar coperuðu síðu. Haltu áfram á þinni braut, alltaf gaman að lesa þig þó maður kvitti ekki við.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 09:53

7 identicon

Ég hef oft lent í þessu og það er ótrúlegt hvað menn leyfa sér að gera í okkar nafni. Ég nenni bara ekki að kæra þetta enda tekur það óratíma að leita þetta lið uppi. Hitt er svo annað mál hvort vefir eins og einkamal.is og malefni.com (þar er organisti í kirkju að kalla mig helvítis þetta og helvítis hitt, maðurinn sem spilar fyrir börnin í sunnudagaskóla út á landi) sem og mbl.is hvort þessir vefir beri enga ábyrgð. Get ég bara opnað svona vef og leyft hvaða nafleysingjaillkvittna fávita að skrifa í hvaða nafni sem er um hvern sem er ? Þetta samfélag er með ólíkindum og er öruggast að blogga ekkert Stefán minn. Þetta er þvílíkt ógeð sem sett er inn í nafni einhverra en menn eru óhræddir að nota nöfn og myndir sem og bloggsíðuna í heild sinni ef svo ber undir.

En svona er heimurinn í dag.

kær kveðja,

Jónína Ben, sem gafst upp í stríðunu við illkvittna leynipenna....... 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 11:38

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Svo bregðast krosstré sem önnur tré/kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.12.2007 kl. 14:16

9 identicon

Sæll Stefán

 Eins og ég segi stundum við hálfvitagangi

"Láta þetta fara inn um annað eyrað og út um hitt"

Bloggið hjá þér er gott ég les það flesta daga, haltu áfram á sömu braut.

 Kveðja Ómar Pétursson, Dalvík

Ómar Pétursson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband