Þrítugsafmæli

Ég verð þrítugur í lok næstu viku. Það er vissulega stóráfangi í lífi hvers einstaklings að eiga afmæli. Hef samt aldrei verið maður stórra afmælisveislna. Ekki nennt að ráði að standa í því í sjálfu sér. Hef tekið þá ákvörðun nú að ég ætla ekki að halda upp á afmælið, nema þá að því marki að nánasta fjölskylda mín ætlar að koma saman hér á Akureyri afmælishelgina, tveim dögum fyrir jólahátíðina. Hafði hugleitt um smáskeið að hafa þetta almennilegt, leigja sal í desember með öllu sem því fylgdi og hafa þetta stórt.

Gerði það reyndar þegar að ég var tvítugur að hafa almennilegt afmæli með miklum tertum og öllum pakkanum. Fann ekki þörf hjá mér til að gera það núna, einhverra hluta vegna. Finnst ekkert gaman af svona veislum sjálfur og ég á reyndar afmæli líka á þeim tíma þegar að flestir hafa um nóg annað að hugsa. En samt finnst mér mikilvægt að hafa veislu fyrir þá sem hafa staðið mér næst og ætla að gera það. Þó að það verði ekki á neinum stórskala.

Afmæli í desember, að ég tali nú ekki um tveim dögum fyrir jól, er ekki sérstaklega skemmtilegt, nég heppilegt í sjálfu sér. Finnst þetta þó þolanlegra nú en þegar að ég var yngri. Þá fannst mér þessi tímasetning hrein pína. Þeir skilja það sem upplifa svona sjálfir. Þekki reyndar nokkra sem eiga afmæli á aðfangadag og jóladag. Ekki skemmtilegt í sjálfu sér að lenda á þessum dögum.

Sumir vinir minna hafa mikinn pirring yfir því að fara á fertugsaldurinn. Finnst það ekkert leiðinlegt. Það er samt svolítið sérstök tilhugsun. Þetta er enn þolanlegra eftir að ég hætti í svokölluðu pólitísku starfi og ungliðahreyfingunni, sem er reyndar furðulegasti monkey business sem ég hef staðið í.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gamli kall:) fyrst þú ert orðinn svona fullorðinn þarf maður þá nokkuð að gefa þér afmælisgjöf hahaha ef þú ætlar að halda afmælisboð fyrir nánustu þá heimta ég allavega eina súkkulaðiköku svo ég geti borðað eitthvað í boðinu bið að heilsa gamla settinu. kveðja Ólöf

Ólöf (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 17:33

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

hehehe hey það er díll frænka :)

Sjáumst hress 22. des. ;)

kv. frændi

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.12.2007 kl. 17:35

3 Smámynd: Ragnheiður

Jæja en allaveganna smá fyrirfram til hamingju með daginn.

Kveðja frá flensustöðum í lúðrasveit

Ragnheiður , 11.12.2007 kl. 18:20

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Færðu þá bara jólaskraut í afmælisgjafir....

Jónína Dúadóttir, 11.12.2007 kl. 19:58

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega Ragnheiður.

Er ekki að halda upp á þetta fyrir gjafir. Aðrir ráða hvort þeir gefa mér eitthvað. Fyrst og fremst er ég að fókusera á að hafa smá kaffiboð fyrir ættingja til að við komum saman fyrir jól og eigum góða stund. Er ekki að fókusera á neinar gjafir.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.12.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband