Kennari dæmdur fyrir samband við nemanda

Það vekur athygli að grunnskólakennarinn sem dæmdur var fyrir ástarsamband sitt við nemanda fékk skilorðsbundinn dóm á forsendum þess að gagnkvæmt ástarsamband hafi verið til staðar. Ég hélt að það væru engar málsbætur á því að kennari svæfi hjá nemanda sínum, einkum og sér í lagi þar sem honum er treyst fyrir að sjá um kennslu og um leið eiginlega uppeldi hennar að vissu marki. Hef skrifað aðeins um svona mál áður hérna, þá dramatísk mál frá Bandaríkjunum, svo að flestir vita svosem skoðun mína á málinu.

Vissulega fellur dómur í málinu og refsing kemur fram. Hefði samt fundist eðlilegt að hafa ekki alla refsinguna skilorðsbundna. Það hlýtur í sjálfu sér að teljast alvarlegt mál að kennari hefji samband við nemanda sinn, gildir einu hvort gagnkvæm ást sé til staðar eða hrifning. Þegar að svona kemur til sögunnar og nemandinn er ekki sjálfráða hlýtur að teljast eðlilegt að litið sé svo á að kennarinn sé að misnota stöðu sína sem kennari til að hefja samband af því tagi.  

Þetta mál vekur margar spurningar um samskipti kennara og nemenda. Það eru ekki mörg dæmi þess síðustu ár að kennari sé dæmdur fyrir samband við nemanda sinn. Hef vissulega heyrt dæmi um það að nemendur í framhaldsskóla hafi elskað kennara sinn og jafnvel hafi verið samband þeirra á milli. Finnst stigsmunur á því hvort svona gerist í framhaldsskóla eða grunnskóla, þó að sambönd kennara og nemenda verði alltaf metið alvarlegt mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanný Guðbjörg Jónsdóttir

Já. Æ þetta er frekar ógeðfellt.

Ef við setjum upp kynjagleraugun... og þrítugur karlmaður hefði átt barn með 14 ára stúlku þá hefðu aðrar háværari raddir heyrst.

Það er furðulegt. Hvaða kyn sem á í hlut, barnið er undir lögaldri og er rétt byrjað að stigbeygja orð hvað þá ..... 

Vissi einhver hér hvað ást var á þessum aldri?

Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, 12.12.2007 kl. 00:38

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Einfaldlega misfarið með bæði traust & ábyrgð.  Ekkert flóknara en það fyrir mér, sem fyrrum kennara.

Að öðru, ég setti inn pistil hjá mér í gærmorgun sem að tengist þinni bloggpersónu, finnst nú heiðarlegra að láta þig vita af því hérna, á meðan ég vígist inn í nýendurvakið athugasemdarkerfið hjá þér

Góðar stundir. 

Steingrímur Helgason, 12.12.2007 kl. 00:45

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég held að megi teljast út í hött að fullorðinn maður geti átt í "ástarsambandi" við 13 ára stúlku ! Hún er barn !

Jónína Dúadóttir, 12.12.2007 kl. 09:13

4 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

Mér finnst engar málsbætur eiga rétt á sér í þessu máli. Enda hafnar þolandi því að þetta hafi verið ástarsamband.  Hvaða "eðlilegur" karlmaður telur í lagi að eiga í ástarsambandi við 13 ára barn? Og það sem verra er, að með því að virða honum til "ást" til málsbóta og refsilækkunar eru dómstólar að segja að það sé í lagi um leið og hugtakið ást er fótum troðið og svívirt.  Ef viðkomandi kennari elskaði nemandann átti hann ekki að taka upp ástarsamband, einfaldlega vegna þess að það er óviðeigandi, ólöglegt og algjörlega siðlaust. Ég á 10 ára dóttur og hugsunin ein um að hún gæti lent á svona kennara er martröð. 

Guðrún Vala Elísdóttir, 12.12.2007 kl. 12:15

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Úff já, þetta er alveg svakalegt. Skil ekki dóminn, hreint út sagt. Barn er barn og það að kennari eigi í sambandi við barn er rangt, gildir einu hvers eðlis það samband er. Hvernig geta dómstólar staðfest að ást sé milli kennara og þréttan ára barns, en ekki litið á lögbrotið áður. Stórundarlegt.

Mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.12.2007 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband