Ómannúðleg meðferð í Bandaríkjunum

Það virkar sem absúrdismi að lesa lýsingar Erlu Óskar Arnardóttur á þeirri ómannúðlegu meðferð sem hún fékk í Bandaríkjunum. Svo ótrúleg er sagan. En hún er sönn - hún hefur greinilega upplifað hreina martröð í ferð sinni, martröð sem enginn vill upplifa á ferð sinni um heiminn. Mér finnst að íslensk yfirvöld ættu að fara yfir þetta mál og krefjast skýringa á því hvers vegna er komið svona fram við íslenskan ríkisborgara, aðeins á þeim forsendum að hún hafi dvalið of lengi í landinu fyrir tólf árum. Þetta er algjörlega ólíðandi framkoma.

Mikið hefur verið gert með að Bandaríkin séu frjáls og heiðarleg. Það er rétt að efast um það í kjölfarið á þessu. Þetta opnar okkur sýn í áttir sem hvorki teljast geðslegar eða eftirsóknarverðar. Finnst þetta eiginlega of alvarlegt til að meta það sem einhverja tilviljun eða bara dæmi um óheppni. Það vill enginn lenda í svona, hafandi ekkert til saka unnið sem svo alvarlegt megi teljast.

mbl.is Fangelsuð í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er skeyti sem ég setti inn á bloggsíðuna hennar Erlu eftir að hafa lesið lýsingu hennar á þeirri meðferð sem hún fékk. 

Þetta hefur verið hræðileg lífsreynsla að lenda í og eitthvað sem ekki er hægt að óska neinum. Viðbrögð bandaríkjamanna eru í þessu mál ekki í neinu samræmi við ætlað "brot", heldur öfgakennd, niðurlægjandi og auk þess alvarlegt brot á mannréttindum þínum Erla. Því miður þá hef ég ekki mikla trú á því að nokkuð fáist út úr opinberum afskiptum af þessu máli. Bandarísk stjórnvöld mun auðveldlega snúa sig út úr því.

Bandarísk stjórnvöl eru í dag þau langverstu í okkar heimshluta þegar kemur að virðingu fyrir mannréttindum. Hvað ætli margir einstaklingar séu að fá sambærilega eða verri meðferð, á hverjum degi, á bandarískum flugvöllum og hún Erla fékk? Í hvað mörg ár hafa bandarísk stjórnvöld haldið mörg þúsund einstaklingum án dóms og laga í Guantanamo, án þess að fjölskyldur þeirra viti hvort þeir eru lífs eða liðnir? Hvað eru mög börn innan veggja bandarískra fangelsa? Hvað hafa margir andlega vanheilir einstaklingar, sem í hinum vestræna heimi væru taldir ósakhæfir, verið líflátnir í Bandaríkjunum? 

Því miður þá er það svo að ástandið í Bandaríkjunum hvað varðar virðingu fyrir réttindum og frelsi einstaklingsins fer hríðversnandi. fyrir því liggja í dag fjöldi staðfestra sannanna, enda fer vinum Bandaríkjanna hríðfækkandi. 

Þeir sem hafa andúð á því stjórnarrfari sem nú er við lýði í Bandaríkjunum eiga að koma skoðunum sínum á framfæri við bandaríska fjölmiðla og hætt að ferðast til Bandaríkjanna. Því það er ekkert sem kemur eins mikið við kauninn á bandaríkjamönnum og þegar þeir finna að vinir þeirrra á vesturlöndum eru farnir að fyrirlíta það stjórnarfar sem bandarískur almenningur og bandarískir fjölmiðlar eru ábyrgir fyrir. 

Hættum að ferðast til Bandaríkjann og látum bandaríkjamenn vita að því að við sættum okkur ekki við ítrekuð mannréttindabrot bandarískra stjórnvalda. Vítin eru til að varast þau.  

Kiddi (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 11:42

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir gott komment Kiddi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.12.2007 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband