Verðskuldaður heiður fyrir Freyju

Freyja Haraldsdóttir Það er mikill sómi af því að tímaritið Nýtt líf hafi ákveðið að velja hetjuna Freyju Haraldsdóttur sem konu ársins 2007. Ég hef dáðst mjög að Freyju síðustu misserin. Hún hefur að ég tel vakið okkur öll til umhugsunar um málefni fatlaðra, hvort sem er með útgáfu bókar sinnar, Postulín, eða með fyrirlestrum sínum víða.

Hún hefur þrátt fyrir fötlun sína tekið þátt í hinu daglega lífi og lætur það ekki stöðva sig í því að reyna að nýta tækifærin sem lífið hefur upp á að bjóða. Þetta val verður væntanlega góð hvatning til fatlaðra um að erfiðleikarnir sem þau þurfa að lifa með alla tíð þurfi ekki að ráða lífi viðkomandi.

Ætla að lesa bráðlega bók þeirra bloggvinkvenna minna, Freyju og Ölmu Guðmundsdóttur, Postulín. Hún er klárlega á listanum mínum fyrir þessi jól - nú er kominn tími til að ná sér í eintak og fara að lesa.

Óska Freyju innilega til hamingju með þennan heiður, sem hún svo mjög verðskuldar.

mbl.is Freyja er kona ársins hjá Nýju lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég er afar glaður að heyra að hetjan Freyja Haraldsdóttir hafi verið valin kona ársins 2007.Ætla svo sannarlega að lesa bókina þeirra Freyju og Ölmu um jólin.Ég hef áður sagt það og segi enn,hún er hvatnig ekki aðeins fyrir fatlaða heldur okkur öll fyrir bjartsýni, jákvæðni,greind og dugnað,sem hún miðar okkur með bros á vör.

Innileg hamingjuósk með verðskuldaðan sigur.

Kristján Pétursson, 12.12.2007 kl. 20:39

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hún er frábær

Jónína Dúadóttir, 12.12.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband