Mun Björgólfur sparka Eggerti frá West Ham?

Eggert Magnússon Kjaftasagan er sú að Björgólfur Guðmundsson sé í þann veginn að fara að sparka Eggert Magnússyni frá West Ham; ætli að taka af honum stjórnarformennsku félagsins. Þetta eru vissulega stórtíðindi, enda hefur Eggert eiginlega verið andlit Íslendingaútrásarinnar inn í liðið og frontaði það meira að segja áður en hann hætti sem formaður KSÍ.

Eggert hefur af Bretunum verið nefndur stjórinn með stóra bindishnútinn og þekktur fyrir glæsilegan klæðaburð. Finnst eiginlega verið farið svolítið illa með Eggert í þessari fléttu, sé þessi saga rétt sem allt virðist reyndar benda til. En á móti kemur að Björgólfur heldur um fjármagnið á bakvið félagið og hefur fullt völd til að sparka manni og öðrum sýnist honum það rétta leiðin hversu brútalt sem það annars telst.

Annars mátti eflaust sjá þetta fyrir. Eggert hefur verið mjög lítið sýnilegur eftir að hann var lækkaður í tign með frekar augljósum hætti og nú virðist náðarhöggið blasa við. Fróðlegt annars að sjá hvað verður um Eggert í þessari fléttu sem stefnir í. Hvað mun stjórinn með stóra bindishnútinn snúa sér að nú?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgólfur þurfti nátturlega að hafa traust sem fjárfestir og það hafði hann með Eggert sem andlit. Núna eru West Ham er að komast á gott ról, sluppu við fall og eru að gera ágæta hluti í deildinni. Þá er ekki lengur þörf fyrir Eggert og hann getur sótt um einhverja góða stöðu hjá UEFA.

Allir hafa skilað sínu og hverfa sáttir.

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 17:21

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Einar

Takk fyrir kommentið. Tek undir þetta sjónarmið. Eggert standa flestir vegir opnir. Fáir Íslendingar hafa orðið betur þekktir í höfuðstöðvum UEFA en hann, svo að eflaust leitar hann í þær áttir. Finnst þetta samt svolítið sviptingasamur endir, en hann er í og með skiljanlegur. Stöðulækkun EM síðustu misserin hefur þó verið ansi áberandi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.12.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband