Var símamálið ósköp venjulegt eftir allt saman?

Vífill Atlason Það er svolítið fyndinn lokapunktur á símamálið fræga að Vífill Atlason hafi bara hringt í venjulegt númer í Hvíta húsinu og lent á skiptiborðinu sem allir lenda á sem vilja yfir höfuð komast í kontakt við starfslið valdamesta manns heims í hringlaga skrifstofunni. Kannski hefur sá stórviðburður að sjálfur Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að hringja sjálfur, án hjálps starfsliðs síns, inn á almenna skiptiborðið vakið grunsemdir manna á æðstu stöðum.

Kannski hefði verið betra fyrir Vífil að leika forsetaritarann Örnólf Thorsson og fá þannig samband. Hefði verið prófessíonlegra. Fannst þetta mál samt allt mjög nett og skondið. Held að flestir hafi getað hlegið dátt að því. Finnst þessi lokahnykkur segja samt talsvert um af hverju Vífill náði ekki markmiði sínu; að tala við Bush. Ef þetta er rétt með almennu símalínuna verður lokapunkturinn enn skýrari. Væntanlega hefði Bush þegið íslenskt heimaboð og alles ef að þetta hefði verið gert án aðkomu Ólafs Ragnars sem símahringjarans í upphafi.

Enda held ég að Hvíta húsið sé ekki vant því að sjálfur Sarkozy, Brown eða hvað þeir annars heita nú allir þessir stórséffírar heimsins hringi sjálfir án aðstoðs starfsliðs í Hvíta húsið. Nema þá að þeir hafi kannski haldið um stund að Ólafur Ragnar sæti einn á forsetaskrifstofunni íslensku.

mbl.is Hvíta húsið: Vífill hringdi ekki í leyninúmer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Nei það fynndna er að fréttamenn hlupu til handa og fóta á eftir þeim. Þeir léku á þá og fréttamennirnir fóru í fílu. Síðan hvað varðar hvíta húsið. Auðvitað segja þeir að þetta hafi ekki verið leyninúmer. Það liti ílla út.

Djókið hefur náð árangri sínum. Það eru allir sem hlaupa á eftir þeim og vita ekki hvort þeir séu að koma eða fara.  

Fannar frá Rifi, 13.12.2007 kl. 15:33

2 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Vífill er hetja í augum krakkanna hér í suður Svíþjóð þar sem mínir krakkar ganga í skóla. Flott hjá stráknum!

Vilhelmina af Ugglas, 13.12.2007 kl. 21:31

3 identicon

Vel að merkja er frétt ABC hér http://abcnews.go.com/Politics/story?id=3973925&page=1 og þar stendur:

A White House spokeswoman Emily Lawrimore insisted to ABC News that the young man did not dial the private number but instead dialled 202-456-1414, the main switchboard for the West Wing. But that was not the case. The student gave ABC News the number. It is indeed an extention off the White House switchboard and goes to a security command post office in the building next door to the White House.

Máni Atlason (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband