Breytingar hjá Icelandair

Björgólfur Jóhannsson Þá hefur loks verið tilkynnt um breytingarnar hjá Icelandair. Jóni Karli verið sparkað og Björgólfur Jóhannsson verið ráðinn forstjóri. Þó að heitt hafi verið undir Jóni Karli um nokkuð skeið komu tíðindin um uppsögn hans nokkuð óvænt í gær. Hann var þó mjög vandræðalegur í haust þegar að hans var hvergi getið í skipuriti og eiginlega mátti gefa sér þá að breytingar yrðu fyrr en síðar. Samt er þetta frekar kuldaleg uppsögn og til marks um nýja tíma hjá fyrirtækinu.

Það eru stórtíðindi, eins og ég benti á í gær, að Björgólfur fari í flugbransann. Hann hefur verið forystumaður í sjávarútveginum um langt árabil og varð eftirmaður Kristjáns Ragnarssonar sem formaður LÍÚ. Í þessum hrókeringum felast þó fleiri tíðindi, enda er greinilegt að splitta á forstjórastarfinu í tvo verkefni; annarsvegar að stýra móðurfélaginu og hinsvegar dótturfyrirtækinu sem heldur utan um flugið. Enda hljómaði það mjög spes að Björgólfur ætti að verða yfirmaður í flughlutanum.

Björgólfur hefur mikla alþjóðlega rekstrar- og stjórnunarreynslu og kemur valið honum því ekki að óvörum þó að hann hafi verið yfirmaður í öðrum geira. Hann hefur verið í sjávarútveginum síðan að hann byrjaði hjá ÚA fyrir um tveim áratugum. Það verður áhugavert að fylgjast með Icelandair undir leiðsögn Björgólfs.

mbl.is Tilkynnt um starfslok Jóns Karls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband