Óveður um allt land - hvítu jólin í stórhættu

Óveður Það er nokkuð ljóst að mikið gengur á þegar að kettir, ísskápar, strætóskýli og koparþök eru farin að fjúka. Mikið óveður sannarlega í gangi, þetta er svolítið sérstök tilfinning einkum á þessum árstíma þegar að maður á frekar von á snjófjúki og kalsaveðri en nokkrum hita og hitalægðum. Er sennilega rólegt á umferðaræðum Reykvíkinga á þessum degi, enda öllum sagt að vera inni.

Þetta óveður sem hefur geisað aðallega á suðvesturhorninu hefur að mestu farið framhjá okkur hér, en það er sennilega að breytast enda er farið að hvessa hér. Það er fátt ömurlegra en leiðindaveður og besta ráðið til þeirra sem komast hvorki lönd né strönd vegna veðursins að hafa það rólegt og gott, slappa af og hugsa um eitthvað allt annað en rokið, þó kannski erfitt sé. Best er sannarlega fyrir börnin að vera heima. Væntanlega kvarta þau ekki yfir að vera heima, þetta var með því betra í minni æskuminningu allavega.

Það eru bara tíu dagar til jóla. Held að það sé ekki óvarlegt að segja að hvítu jólin okkar séu í stórhættu. Væntanlega er útséð með þau á sunnanverðu landinu en við höldum enn í vonina hér þó snjórinn hafi minnkað talsvert. Ætla rétt að vona að við höfum allavega smá örðu af snjó um jólin. Á meðan skulum við ylja okkur við Bing Crosby syngja um hvítu jólin.


mbl.is Foreldrar beðnir um að halda börnum heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband