Sterk viðbrögð - bloggið í lykilhlutverki

Erla Ósk Arnardóttir Það er eðlilegt að sú dapurlega niðurlæging sem Erla Ósk Arnardóttir varð fyrir á Kennedy-flugvelli hafi vakið svo sterk viðbrögð. Þetta er algjörlega óviðunandi meðferð á íslenskum ríkisborgara. Nú er mál hennar komið í heimspressuna. Svo virðist þó ekki vera að mál hennar sé einstakt í sjálfu sér, fleiri hafa komið með sögur af svipuðu tagi. Það var lykilatriði að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, óskaði eftir afsökunarbeiðni bandarískra yfirvalda og hún stóð sig vel, eins og vék að hér fyrr í vikunni. Íslensk stjórnvöld eiga ekki að þaga í svona máli.

Bloggið lék lykilþátt í þessu máli. Erla Ósk kom með sögu sína fyrst hér á moggablogginu og áhugi fjölmiðla kviknaði eftir það. Enn og aftur sést vel kraftur bloggsins. Þetta er orðinn öflugasti fjölmiðillinn í nútímanum. Aðrir miðlar, þeir hinir hefðbundnu, fylgja á eftir æ ofan í æ og leita upplýsinga á blogginu og fjalla svo um mál. Þetta er fjölmiðlun 21. aldarinnar. Enn og aftur sjáum við hversu bloggið stýrir umræðunni og er þungamiðja þess sem gerist. 

Finnst þó kjaftasögurnar sem sumir hafa dælt út um Erlu Ósk á blogginu fyrir neðan allt. Ein sú frægasta var sú að hún hefði verið drukkin á Kennedy-flugvelli. Fannst sumir álykta frekar fljótt um þessa hlið mála. Sá reyndar fleiri kjaftasögur sem voru undarlegur punktur í umræðuna. Mér finnst þetta mál blasa allt mjög vel og sé enga ástæðu til annars en að trúa Erlu Ósk. Meðferðin á henni er þess eðlis að við getum ekki sætt okkur við hana og eðlilegt að við mótmælum.

Á það hefur vissulega verið bent að hún hafi dvalið of lengi í Bandaríkjunum eitt sinn fyrir langa löngu. Finnst það ekki vera mál sem eigi að leiða til þess sem hún varð fyrir. Þeir hefðu vissulega getað vísað henni úr landi, en þessi meðferð; að leiða hana hlekkjaða á höndum og fótum í gegnum flugstöðina, gefa henni ekki að borða og ýmislegt annað sem flokkast undir meðferð á stórglæpamanni var fyrir neðan allt. Það réttlætir ekkert þau vinnubrögð.

Erla Ósk kom mjög vel fyrir í Kastljósviðtali á fimmtudagskvöldið, svaraði spurningum vel og lýsingin á vistinni á Kennedy-flugvelli varð eiginlega enn myndrænni. Í heildina finnst mér hún hafa staðið sig vel. Viðbrögð landsmanna sýna og sanna að við sættum okkur ekki við svona meðferð á íslenskum ríkisborgara - það getur varla annað verið en að fáum bandaríska afsökunarbeiðni fyrr en síðar. Þessu máli getur ekki lokið án þess.

mbl.is Mál Erlu Óskar vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vart geta aðrir en Erla Ósk fengið afsökunarbeiðni. Íslendingar hafa ekki nein sérréttindi í BNA.  Ég hef t.d. ekki mikla þörf á því að fá afsökunarbeiðni frá þeim.

Handbækur starfsmanna á Flugvöllum í BNA taka greinilega fram að ekki sé hægt að gera greinarmun á ljóskum og aröbum. Það er öðruvísi en á Íslandi, þar sem ég hef oft verið beðinn um vegabréf þar sem landar mínir töldu að ég væri útlendingur. Erla Ósk braut lög og reglur í BNA. Við hverju bjóst hún? Happadrættisvinningi og aukaferð til Disneylands?

Hún getur alltaf reynt að fara í mál við yfirvöld í BNA og séð hvað hún kemst langt með það. Hún tapa því máli. Hún viss að hún braut lög síðast þegar hún var í landinu.

Annað mál er að reynsla Erlu Óskar er ekki skemmtileg og framkoma starfsmanna landamæravörslunnar á JFK er Bandaríkjunum til lítils sóma.

Hvenær hættir þetta raus og Bandaríkjahatur? Ætli Íslendingar væru ekki aðeins strekktari á taugum ef Simbad sjómaður og vinir hans hefðu flogið á Hallgrímskirkjuturn og Bessastaði?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.12.2007 kl. 16:12

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þetta raus hættir ekkert fyrr en Bandaríkjmenn fara aftur að haga sér eins og siðað fólk, eða réttara sagt, bandarísk stjórnvöld. Mannréttindabrot Á að hafa hátt yfir og gera læti úr hvenær sem slíku verður við komið...annað er liðleskju og undirlægjuháttur Vilhjálmur og ég ætla rétt að vona að Íslendingar verði aldrei svo smáir í sér að taka upp fasista starfhætti.

Georg P Sveinbjörnsson, 15.12.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband