Ölvaður ökumaður stöðvaður

Það er gott að heyra fréttir af því að það hafi tekist að stöðva ölvaðan ökumann í Holtahverfinu. Kærasta mannsins á hrós skilið fyrir að hafa komið í veg fyrir að hann keyrði ölvaður. Það er alltof mikið um ölvunarakstur í umferðinni. Fyrir nokkrum vikum urðu t.d. fjögur atvik á einni nóttu þar sem ökumenn keyrðu í vímu í Reykjavík og flestir muna eftir umferðarslysinu á Kringlumýrarbraut áður. Það er áhyggjuefni hversu alvarleg staðan er í umferðarmálum með tilliti til þessara ölvunarmála.

Það er búið að tala vel og lengi um að úrbóta sé þörf - taka verði á þessum augljósa vanda. Það þarf að fara að gera eitthvað meira en bara tala. Ætla að vona að við séum ekki komin í biðferli eftir banaslysi, þar sem ökumaður í dópvímu drepur jafnvel fjölda fólks með hugsunarleysi sínu og gerræðislegum ákvörðunum sem við blasa einkum í þessum tilfellum. Akstur í vímu, annaðhvort að völdum áfengis eða eiturlyfja, er vaxandi vandamál sem kristallast æ meir með atvikum, einkum í nótt greinilega.

Í sjálfu sér tel ég þetta orðið eitt mesta vandamálið í umferðinni í dag. Það er engin trygging fyrir því þegar fólk sest undir stýri og heldur út í umferðina að það mæti ekki fólki undir áhrifum vímugjafa - út úr heiminum í sínu annarlega ástandi. Þetta er mikið áhyggjuefni sem full þörf er að tala um með mjög áberandi hætti.

mbl.is Reyndi að stöðva blindfullan kærasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta er auðvitað bara dæmi sem ég nefni. Það er auðvitað mikið að fjögur atvik verði af þessu tagi á einni nóttu og sem eru afhjúpuð. Auðvitað eru þau fleiri almennt. Þetta er vandi sem þarf að taka á.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.12.2007 kl. 14:09

2 identicon

Merkilegt hvað Lögreglan er lin við þessa ökuníðinga (Ég meina að sjálfsögðu merkilegt hvað hún er illa búin til að sinna sínu eftirliti) sem keyra fullir nú eða bara aka of greitt. Hvað mig varðar er ég til í að vera stoppaður oftar en raun ber vitni svo Lögreglan geti gengið úr skugga um almennt atgervi mitt til aksturs. Á 21 ári sem ég hef haft ökupróf hef ég aðeins verið stöðaður einu sinni í almennu eftirliti.

Varðandi hraðakstur þá eru flestir ýmist með radarvara eða radarvara  og scrambler til að snúa á Lögguna. Það þarf að koma upp fleiri kyrrsettum myndavélum og notast við þyrlur í ríkum mæli. Þetta þarf að gera á meðan ölvunar- og fíkniefnaakstri er náð niður í lágmark. Sektir þyrftu að vera að jafnaði svipaðar og þær eru í dag en auk þess tekjutengdar. Maður með árslaun uppá 5.000.000 ætti að borga um 1.000.000 í sekt auk varanlegs ökuprófsmissi. Eitthvað segir mér að það muni fá jafnvel ofurölvi mann til taka frekar taxa nú eða ganga heim.

Björn (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband