Yndislegt að vera laus við jólastressið

Akureyrarkirkja í desember 2003 Það eru aðeins átta dagar til jóla og því var viðeigandi að fara í smá jólagjafaleiðangur í dag og klára að kaupa þær þrjár jólagjafir sem ég átti eftir. Jólakortin eru löngu farin í póst. Að þessu sinni ákvað ég að tölvuvinna þau algjörlega en skrifaði bara á umslögin. Þannig að það tók mun skemmri tíma en oft áður að klára þann pakka. Þannig að ég er búinn í sjálfu sér að öllu þegar að lokavikan fyrir jól hefst. Það er yndislegt að vera laus við jólastressið.

Hef notað aðventuna mest í bókalestur. Notið þess algjörlega í botn. Hef lesið nokkrar góðar bækur, sem ég ætla að skrifa um á næstu dögum, síðustu vikuna fram til jóla. Nokkrar bækur ætla ég þó að geyma til jólanna. Það eru t.d. samtalsbók Ólafs Ragnarssonar við Halldór Kiljan Laxness, ævisaga Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi eftir Friðrik Olgeirsson og skáldsögur Sigurðar Pálssonar og Jóns Kalmans Stefánssonar, svo nokkrar séu nefndar.

Það var notalegt að fara aðeins í bæinn í dag og upplifa aðeins jólastemmninguna. Sumir upplifa þó helst jólastressið, sem getur verið frekar leiðinlegur fylgifiskur jólanna. Veðrið er mjög gott hér, höfum ekkert fengið yfir verstu köstin af óveðrinu fyrir sunnan. Það er þó orðið snjólaust og flest bendir til rauðra jóla þetta árið. Bind þó enn vonir við að jólin verði hvít að einhverju leyti.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband