Er íslenskt starfsfólk óheiðarlegra en erlent?

Finnst það frekar sláandi staðreynd ef það er rétt sem fullyrt er að íslenskt starfsfólk steli sjálft helmingi þess sem er hnuplað í verslunum. Veit þó ekki hversu áreiðanlegar þessar mælingar eru, en ef rétt er hlýtur þetta að vekja umræðu um búðahnupl almennt. Það hefur jafnan verið nokkuð mikið um þetta talað og ég man eftir áhugaverðri umfjöllun Páls Benediktssonar í fréttaskýringaþættinum, Brennidepli, fyrir nokkrum árum, þar sem komu fram athyglisverðar tölur og samantekt um helstu þætti búðahnupls.

Það eru ekki mörg ár liðin frá því að stórt búðahnupl varð hér á Akureyri í versluninniHagkaup. Þar komst upp um áralangan þjófnað eins starfsmanns, bæði á matvörum og fatnaði. Man ekki andvirði þjófnaðarins en það voru gríðarlegar upphæðir og viðkomandi aðili fékk mjög þungan dóm. Veit þó ekki hvernig það er hægt að stela svo miklu framhjá öðrum starfsmönnum. Þetta kemst stundum ekki upp en það hlýtur að þurfa kaldrifjaðan hug að leggja í svoleiðis feluleik.

Kannski verður þessi könnun til að vekja umræðu um búðahnupl almennt en þessi tala er svo há að það hlýtur að vekja spurningar um heiðarleika þeirra sem vinna í verslunum. Það er áhyggjuefni ef starfsfólk verslana hér er talið óheiðarlegra en annarsstaðar í heiminum og varla er það gott fyrir starfsfólk að sitja undir í sjálfu sér.

mbl.is Starfsfólk stelur helmingnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Nei. Þar sem "internal crime" er með allara minnsta móti á Íslandi er ekki hægt að draga þá ályktun að starfsfólk verslanna og heildsala hér sé þjófóttara en gerist og gengur erlendis.

Dæmi: Í Svíþjóð er "interrnal crime" 1,32% af heildarveltu en aðeins 1% á Íslandi.

Auk þess sem fréttin ýkir. Af þessari "interrnal crime" tölu á 41% sér stað "innanhúss" en ekki helmingur.

Ef "interrnal crime" væri ekki nema 30% í Svíþjóð miðað við 41% hér væri þó meiru stolið en á Íslandi!

Benedikt Halldórsson, 18.12.2007 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband