Hemmi Gunn í toppformi

Hemmi Gunn

Hemmi Gunn var svo sannarlega í toppformi í gærkvöldi þegar að hann fór af stað með nýja þáttinn sinn, Í sjöunda himni, sem er sendur út beint á NASA. Hemmi var ókrýndur konungur íslenskra skemmtiþátta í áraraðir og hélt úti vinsælasta sjónvarpsþætti íslenskrar sjónvarpssögu, Á tali með Hemma Gunn, í rúman áratug. Allan þann tíma var hann vinsælasti spjall- og skemmtiþátturinn í íslensku sjónvarpi og sló sífellt áhorfsmet.

Þátturinn í gær var líflegur og hress. Góðir gestir og skemmtilegt andrúmsloft. Flott að sjá Magna og Dilönu taka þarna lagið saman. Björgvin Halldórsson var í aðalviðtali þáttarins og sýnt var smábrot af tónleikum hans með Sinfó um síðustu helgi. Hafa verið sannkallaðir dúndurtónleikar. Eins og það getur best orðið í íslensku sjónvarpi. Svo var mjög gaman að sjá þrjá söngvara ólíks tímabils syngja saman syrpu, þá Magna, Björgvin og sjálfan meistarann Ragga Bjarna, söngvara allra kynslóða.

Kapphlaup stjórnmálaleiðtoganna var þó alveg frábært. Steingrímur J. sigraði og Geir tókst að verða á undan ISG. Jón Sigurðsson var alveg ótrúlega skammt frá því að láta sjálfan Guðjón Arnar slá sér við en hann náði að bjarga sér undan því. Í framhaldinu urðu Steingrímur og Guðjón að flytja mínútuávörp. Það var ekki umhverfisvernd eða kvótakerfið sem urðu umræðuefnin, heldur ást og daður. Fyndið og skemmtilegt.

En já, Hemmi fer vel af stað. Notalegt og gott fimmtudagskvöld, efast ekki um að þau verði öll svona undir forystu Hemma Gunn, sem enn og aftur sannar að hann er besti gleðigjafinn í íslensku sjónvarpi. Allavega, fyrsti þátturinn var hrein snilld og gaman að horfa á hann. Meira af svona, takk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband