Óhugnaður í Danmörku

Það er skelfilegt að lesa fréttir af því að aldraðri konu hafi verið nauðgað í Danmörku. Held að grimmdin verði varla meiri. Er virðingarleysið orðið algjört? Því miður er ekki hægt annað en hugsa á þeim forsendum. Hvers vegna ætti yngra fólk að ráðast að tilefnislausu að ráðast á gamalt fólk nema vegna þess að eitthvað sé stórlega að. Þetta er grimmd og mannvonska af verstu sort. Það þarf svosem ekkert að rökstyðja það frekar. Svona fréttir eru napur vitnisburður um nútímasamfélagið.

mbl.is Aldraðri konu nauðgað í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunna-Polly

nauðgun er alltaf jafnhræðileg hvort sem fórnarlambið er 15 eða 90 ára

Gunna-Polly, 21.12.2007 kl. 13:30

2 identicon

Já, sá þetta. Gula pressan bætti þjóðerninu við...

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 13:47

3 identicon

Nauðgun er nauðgun... sama hversu gamalt fólk er.. .sínu verra ef börn verða fyrir barðinu á aumingjum en allt er þetta ógeð óháð aldri

DoctorE (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 14:30

4 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Hér er annað mál sem er ekki minna ógeðslegt, http://stiften.dk/apps/pbcs.dll/article?AID=/20071221/AAS/180354142/1002

Rúnar Birgir Gíslason, 21.12.2007 kl. 15:10

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Að sjálfsögðu eru nauðganir ógeðslegar sama hversu þolandinn er gamall. Þetta er þó virkilega sorglegt mál og ekki óeðlilegt að skrifað sé um það. En í heildina er nauðgun glæpur og gildir þá einu önnur atriði þess máls.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.12.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband