Merkilegur dómur

Magnús Ragnarsson Magnús Ragnarsson vann nokkuð merkilegan sigur í máli sínu gegn 365-miðlum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar er dæmt gegn óstaðfestri umfjöllun um einkalíf landsþekktra persóna og friðhelgi einkalífsins greinilega varin. Það hlýtur að teljast líklegt að málið fari fyrir Hæstarétt, enda varla við því að búast að 365 sætti sig við þessi málalok.

Samt sem áður er óhætt að segja að þetta sé mikill ósigur þeirra fjölmiðla sem fella dóma um einkalíf fólks og slá upp í forsíðufregnir. Fullyrðingar um að Magnús sé geðsjúklingur og að einkalíf hans sé í uppnámi voru enda dæmd dauð og ómerk. DV hefur tapað fleiri svona málum síðustu misserin og fræg var niðurstaðan í máli Bubba Morthens gegn DV og Hér og nú á sínum tíma, þar sem hann vann fullnaðarsigur.

Í máli Bubba kom reyndar fram sá tímamótaúrskurður að myndataka af manni í bifreið sinni væri með öllu óheimil á sama hátt og um væri að ræða myndatöku að heimili hans. Ráðist væri að friðhelgi einkalífs hans með slíku. Þetta er ekki síður áhugaverður dómur sem rammar umfjöllun þessara blaða vissulega öðruvísi inn en áður hefur verið talið eðlilegt.

Það er gott að það liggi fyrir dómar sem taka vonandi á "blaðamennsku" af þessu tagi sem hlýtur að teljast lágkúruleg í sjálfu sér.

mbl.is Fær 1,5 milljónir í bætur fyrir meiðyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þú ættir að leitast við að kynna þér málin aðeins betur áður en þú tjáir þig um þau. Það hefur enginn fullyrt að Magnús sé geðþekkur geðsjúklingur. Hins vegar er rétt að Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari dæmdi ummæli sem aldrei féllu ómerk og dauð. Hvort það gerir Magnús þá ekki geðþekkan geðsjúkling er spurning. Þannig að með gaspri þínu gætir þú reynst næsta fallbyssufóður fyrir dómstólana.

Jakob Bjarnar (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband