Herinn farinn

F4-þota

Þáttaskil hafa orðið á Miðnesheiði. Bandaríski herinn er farinn og nú blaktir aðeins íslenski fáninn í varnarstöðinni. Þetta voru lágstemmd þáttaskil en þau skipta verulega miklu máli. Síðustu bandarísku hermennirnir eru farnir og nú hefur sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli tekið yfir alla gæslu á varnarsvæðinu. Nú taka reyndar við stórar ákvarðanir og nægt er af viðfangsefnum. Ákveða þarf framtíð svæðisins og nýtingu þess eftir að herinn er nú farinn. Það verður allavega í nægu að snúast þar. En þáttaskil eru þetta og við stöndum á krossgötum í kjölfar þessarar breytinga.

mbl.is Íslenski fáninn blaktir einn á varnarstöðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband