Sögupistill - stjórnarmyndun Gunnars 1980

Gunnar Thoroddsen

Í ítarlegum sögupistli á vef SUS sem birtist í dag fjalla ég um sögulega stjórnarmyndun dr. Gunnars Thoroddsens, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, árið 1980, eina hina eftirminnilegustu í lýðveldissögunni. Markaði hún hápunkt valdaátaka tveggja af öflugustu leiðtogum Sjálfstæðisflokksins í langri sögu hans, þeirra Gunnars og Geirs Hallgrímssonar. Stjórnarmynduninni var stýrt af varaformanninum Gunnari í trássi við allar helstu stofnanir flokksins.

Saga Sjálfstæðisflokksins verður aldrei rituð nema að nafn Gunnars verði þar ofarlega á blaði. Hann var einn af litríkustu og svipmestu pólitísku höfðingjum íslenskrar stjórnmálasögu. Gunnar starfaði innan flokksins af krafti allt frá unglingsárum til dauðadags, lengst af í forystusveit hans og með mikil völd. Örlögin höguðu því þó þannig að á gamals aldri klauf hann sig frá vilja æðstu forystu Sjálfstæðisflokksins og hélt á brott við sögulegustu stjórnarmyndun í sögu landsins.

Farið er yfir allan aðdragandann og ennfremur yfir litríkan stjórnmálaferil Gunnars, en pólitík hans var samofin pólitískri sögu Sjálfstæðisflokksins í yfir 50 ár og hann lagði ævistarf sitt í það að efla Sjálfstæðisflokkinn. Endalok ferilsins voru vissulega söguleg með einum mesta hvelli íslenskrar stjórnmálasögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband