Brostinn jólaandi skemmdarvarga fyrir austan

Skemmt jólatré Jólin eiga að vera stund kærleika og gleði. Vonandi hafa allir sem vefinn lesa notið yndislegrar hátíðarstundar þessa helgu daga. Það er frekar ömurlegt að heyra fréttir af því að skemmdarvargar hafi sagað niður jólatré austur á Reyðarfirði og það á þessum heilögu dögum. Þar virðist skemmdarfýsnin ein hafa ráðið ríkjum.

Það er fátt orðið heilagt þegar að farið er að skemma jólaskraut með þessum hætti; skemma það sem lýsir upp skammdegið og er tákn heilagrar jólastundar. Það er ekki viðeigandi að hugsa illt til eins né neins svosem á þessum dögum. Á þeim dögum þegar að ekki á að hugsa illt til neins einstaklings og fólk á að virða helgi hátíðarstundar er samt ekki hægt annað en verða reiður yfir svona fréttum.

Það er vonandi að lögreglan finni skemmdarvargana sem söguðu tréð niður. Það er ekki eðlilegt að eyðileggja jólatré með þessum hætti og vonandi að brostinn jólaandi skemmdarvarganna fyrir austan sé frekar einstakt dæmi, þó vissulega hafi verið fréttir um að maður einn hafi skorið í dekk lögreglunnar á Suðurnesjum.

Annars óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið njótið hátíðarstundarinnar. Á þessum dögum nenni ég ekki að spá í pólitík svo að það er jólafríi í þeim pælingum. Á þessum dögum á helgi hátíðarinnar og kærleiksstundir með vinum og ættingjum, auk bókalesturs, að skipta eitt máli, auk góðs matar að sjálfsögðu.




mbl.is Skemmdarvargar á Reyðarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta gerðist nú á Húsavík fyrir margt löngu síðan. Hafirðu verið fæddur hefurðu örugglega verið enn með bleyju, get ekki alveg munað árið en örugglega ´75 eða ´76 kannski misminnir mig hrapa lega en það er svona að vera komin yfir fimmtugt.  Strákarnir söguðu bút úr trénu og geymdu í bílnum sínum, þannig komst upp um glæpinn, mig minnir að vel þekktur Húsvíkingur hafi verið með í þessum prakkaraskap, en nafngreini engann. Sigmund gerði teiknimynd um þetta á sínum tíma.  Kær kveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 18:17

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Ásdís mín.

Nei, ég er fæddur 77, svo það er mér ekki beint minnisstætt. En þetta er allavega mjög sjaldgæft. Skil ekki þessa skemmdarfýsni fólks. Ömurlegt alveg á þessum hátíðardögum.

Kærar jólakveðjur suður til þín á Selfossi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.12.2007 kl. 18:57

3 identicon

Það er búið að reisa jólandann (tréð) við á Reyðarfirði .

Björgunarsveitin Ársól sá um það.  Enda ekki hægt að láta ógæfumenn komast upp með að eyðileggja sjálfboðavinnu annara sem að leggja á sig þær byrðar að lífga upp á bæinn í frítíma sínum.

kv. Ingi Reyðfirðingur

Ingi Lár Vilbergsson (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 19:49

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið Ingi. Gott að heyra að tréð sé komið upp aftur. Þetta voru virkilega ömurlegar fréttir, en fyrir öllu að allt verði eins og áður var og menn láti svona leiðindamál ekki eyðileggja fyrir sér jólin. Svona skemmdarstarfsemi er samt alltaf leiðinleg. Bestu kveðjur austur.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.12.2007 kl. 20:35

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þá menn sem eyðileggja fyrir samsveitungum sínum fyrir austan þyrfti að fara að finna því að engin ástæða er til að láta þá spilla endalaust fyrir góðu fólki og varpa skugga á sjálf jólin.

Ég segi endalaust því að svona skemmdarverk þekki ég frá því að hún Rósa mín var grýtt í Kringilsárrana í apríl-maí 2006, síðan aftur þegar hún var komin á land hinum megin við Hálslón í sumar og þá tekin undan henni hjólin og þeim stolið.

Loks var stolið utanborðsmótor af Örkinni í haust þar sem hún stóð rétt við vinnubúðir Suðurverks.

Ég hef einnig heyrt af skemmdarverkum á bílum sem skildir hafa verið eftir bilaðir á Háreksstaðaleið um skamma hríð.

Mál er að linni og fólk fái að hafa frið fyrir þessu.

Ómar Ragnarsson, 26.12.2007 kl. 21:53

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Ómar og þakka þér kærlega fyrir kommentið.

Tek undir það að það þarf að finna svona fólk og taka á máli þess. Þetta er ólíðandi skemmdarstarfsemi. Það er líka ömurlegt þegar að ráðist er að eigum þess vegna pólitískra mála og deiluefna eins og var í þínu tilfelli. Þó deildar skoðanir séu um hitamál á ekki að ráðast að persónum og skemma eigur þess. Það er alltaf ömurlegt, að mínu mati gildir einu hvert málið sé eða hver á í hlut og þó fólk sé kannski ósammála.

Vil annars óska þér gleðilegra jóla og færa þér góðar kveðjur. Horfði á nýjasta Stikludiskinn þinn í dag, en ég fékk hann í jólagjöf. Mjög vandaður og góður. Þú átt mikið hrós skilið fyrir þitt verk, sérstaklega Stiklusafnið sem er einstakt. Var áðan að rifja upp eldri þætti, horfði á ferð þína með Steindóri á Hlöðum að Gásum og svo um Eyjafjörðinn. Alltaf góður þáttur.

bestu jólakveðjur

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.12.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband