Eldsvoði fyrir austan

Húsbruni á Eskifirði Það eru dapurlegar fregnir að heyra af eldsvoða austur á Eskifirði á stund gleðinnar á áramótum. Það er alltaf sorglegt þegar að hús fólks brennur og ekkert er hægt við að eiga. Það er vissulega bót í máli að enginn var heima og því ekki hætta á meiðslum á fólki, en það hlýtur þó að vera nöturlegt að heyra fregnir af því að húsnæði sitt brenni og ekkert við að eiga.

Þekki marga að austan, enda er mamma Eskfirðingur og veit vel hvaða hús þetta er. Þetta eru erfiðar aðstæður og sérstaklega er sorglegt að missa húsnæði sitt á stórhátíðum á borð við þessa. Óska eigendum hússins alls góðs á þessum erfiðu tímum.

mbl.is Hús stórskemmdist í eldsvoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ömurlegt þegar svona gerist, en guðs mildi að enginn lifandi vera hlaut skaða af.

Brjánn Guðjónsson, 1.1.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vesalings fólkið, ekki heilsar nýja árið fallega.

Jónína Dúadóttir, 1.1.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband