Bakkað með glataða yfirhylmingu stjórnvalda

Benazir BhuttoÞað var kominn tími til að pakistönsk stjórnvöld bökkuðu með þá arfavitlausu kenningu að Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans, hefði látið lífið vegna þess að höfuð hennar hefði skollið í þaklúguna á bílnum en ekki verið skotin til bana. Fjöldamargar svipmyndir frá síðustu augnablikunum fyrir morðið hafa staðfest svo ekki verður um villst að Benazir féll við í kjölfar skotárásarinnar en ekki við sprengjuárásina eins og stjórnvöld héldu fram í upphafi. Þessi útgáfa þeirra hélt einfaldlega ekki vatni lengur og ótrúlegt hvað þeir héldu lengi fast við þetta rugl sitt.

Það sem er þó allra verst í þessari útgáfu er að stjórnvöld reyndu með hótunum að fá lækna á sjúkrahúsinu í Rawalpindi, þar sem Benazir Bhutto var úrskurðuð látin, til að taka undir skýringar þeirra á atburðarásinni. Lýsingar læknisins sem rýfur þögnina er frekar skuggaleg. Auk þess komu þeir í veg fyrir að hún væri krufin. Það er eiginlega varla hægt að líta svo á að pakistönsk stjórnvöld séu hæf til að halda utan um rannsóknina á morðinu á Bhutto eftir þetta. Það er eðlilegt að alþjóðlegir aðilar taki það að sér að fara yfir málið.

Það má vel vera að pakistönsk stjórnvöld hafi viljað rusla málinu til og ljúka því sem fyrst, bæði til að bægja umræðunni frá því hversu illa var hugsað um öryggi Benazir Bhutto og ennfremur til að reyna að lægja öldur og ljúka málinu. Þessi hringekja hefur þó gert málið allt enn verra og greinilegt að reiðin er síst minni meðal fólks nú en var fyrst eftir morðið. Það er eðlilegt að ólga sé yfir því að svo glötuð útgáfa atburðarásar er sett fram í alvöru af stjórnvöldum. Útgáfa stjórnvalda var heimskuleg og bar öll merki yfirhylmingar. Eðlilega hafa vaknað grunsemdir um hvort stjórnvöld hafi staðið að baki morðinu í kjölfar þessa.

Það hlýtur að teljast stóralvarlegt mál að stjórnvöld ætli sér að snúa augljósum staðreyndum við í pólitísku morðmáli af þessu tagi og reyna að búa til ósanna útgáfu atburðarásar og láta svo á eftir eins og það skipti ekki máli. Það er varla hægt að treysta opinberum frásögnum sömu aðila á því máli framar og eðlilegt að alþjóðlegir aðilar fari yfir málið í stað þess að ætla að sópa því undir teppið til þess eins að bjarga pólitískum heiðri annarra.


mbl.is Útskýringar á dauða Bhutto dregnar til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hurru kallinn. í hvaða múslimaríki eru fréttir eða yfirlýsingar frá stjórvöldum trúanlegar? ég veit að við erum ekki fullkomin á vesturlöndum en.

múslimar! sussumsvei.

ingolfur (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband