Nóg um hasar á Bubbatónleikum

Bubbi

Það virðist vera hasar í kringum Bubba Morthens. Maðurinn sem lögreglan handtók í kvöld, með aðstoð sérsveitar, eftir eltingarleik í Holtahverfið, brjálaðist á tónleikum Bubba og stórsveitarinnar í Höllinni og otaði hníf að dyravörðum og sparkaði niður rúðu. Eins og flestum er kunnugt að þá urðu slagsmál á Þorláksmessutónleikum Bubba á Nasa og þar gekk sannarlega á ýmsu.

Eftir því sem ég heyrði frá manni sem var á tónleikunum með Bubba var nóg um að vera þar, rúða í anddyri var spörkuð niður og maðurinn sem var handtekinn skarst á fæti og stakk af frá vettvangi með konu en lögreglan náði honum síðar með aðstoð sérsveitarinnar. Þetta hefur því verið mikið drama og gott að sérsveitin getur aðstoðað í málum þar sem virkilega þörf á fagmennsku að halda og þarf að eiga við fólk sem er vopnað.

Mér skilst reyndar að þessu drama hafi lokið með því að drepist hafi á bíl mannsins og þannig hafi hann náðst, ætli hann hafi svo ekki bara endað á slysadeildinni. Væntanlega verið blóðugur eftir að sparka í rúðuna í Laugardalshöll. Þetta hlýtur að kallast íslenskt drama í nærmynd.

Annars virðist kóngurinn vera í miklum hasar þessa dagana og ekki nema von að spurt sé hvað gerist á næstu tónleikum hans. Allt er þegar þrennt er - segir jú máltækið.


mbl.is Sérsveitin kölluð út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

En tónleikarnir voru svo sannarlega glæsilegir.  Tær snilld!

Sigurður Viktor Úlfarsson, 5.1.2008 kl. 02:59

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, Bubbi klikkar sannarlega aldrei.

Stefán Friðrik Stefánsson, 5.1.2008 kl. 03:05

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Aldrei hef ég orðið vitni að öðru eins á tónleikum vinar míns, Geirs Ólafssonar með stórsveitinni!

Júlíus Valsson, 5.1.2008 kl. 12:42

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bubbi Muffins æsir menn upp.  Verð að benda þér á síðuna hjá dúu dásamlegu. Hún var að blogga um dóttur sína og sig. Dúa var að baka  og dóttirin (sem er 6 ára) spurði hvað hún væri að baka, Dúa sagði, muffins, dóttir segir þá eins og Bubbu?  ha bubbi byggir?  nei Bubbi Muffins. Ha, ha, ha. Annars hefur fólki sjálfsagt líkað svona misvel að heyra í Bubba með stórsveit.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.1.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband