Auðmjúk afsökunarbeiðni til eigendanna

Jón Ásgeir Það er ekki ósennilegt að auðmjúkasta afsökunarbeiðni hjá Baugsmiðli fyrr og síðar hafi birst í gær, er forsvarsmenn vísir.is voru allt á því á hnjánum að biðjast miskunnar hjá eiganda sínum, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, eftir að hafa fjallað um heimshornaferðalag hans og ýmsar hliðar þess. Hef aldrei séð svona auðmjúkt orðalag og allt að því mátti finna sorrífílinginn streyma úr hverri línu. Svona opinberar afsökunarbeiðnir birtast ekki á hverjum degi á þessum miðli, svo mikið er víst.

Flestir spurðu sig að því eftir hina auðmjúku afsökunarbeiðni hvað hefði eiginlega verið rétt og rangt í upphaflegum skrifum vísis um eiganda sinn. Það var spurningin sem flestir vildu fá svarað. Nú hefur vísir.is brugðist vel við þeirri spurningu og svarað henni í ítarlegri umfjöllun sem er ekki síður áhugaverð en hin auðmjúka afsökunarbeiðni. Það verður ekki minna talað um snekkjuna og þotuna og allt sem því fylgir eftir þessar útskýringar, enda við því að búast að fleiri spurningar vaki í kjölfarið.

Spurningar vakna eðlilega í kjölfar þessara samskipta eigendanna og starfsmanna hans, hin opinberu skoðanaskipti um hvað megi segja um eigandann. Flestir eru eðlilega hugsi eftir þessa auðmjúku afsökunarbeiðni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vel græðir Baugur Bónusi á..........

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2008 kl. 18:55

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þetta er bara enn ein sönnun þess að 365 miðlar og hvað það nú heitir allt saman ætti bara að heita: Baugsmiðlar. Þeir lúta greinilega algjörri stjórn Jóns Ásgeirs. Ef það hefði verið fjallað svona um einhvern annan og hann krafist afsökunar beiðni þá hefðu hún ekki komið fyrr eftir dóm eða hótanir um dómsmál og þá sem lítil neðan málsgrein sem enginn sæi eða myndi lesa.

Fannar frá Rifi, 5.1.2008 kl. 21:24

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

'oskapar óánægja ykkar á framförum Jós Ásgeirs og C/o fer svolítið i mínar taugar/hver er maðurinn sem er verulegur frumkvöðull lægra vöruverð á Íslandi ,Pálmi i Hagkaup og siðan Jóhannes og Jón sonur hans/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.1.2008 kl. 02:44

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Mér vel sama um það hvort hann láti berast á. Ef hann hefur efni á því þá má hann í guðsbænum kaupa kippurnar af einkaþotum og listisnekkjum. En að láta sem svo að fjölmiðill í hans eigu sé eitthvað frjáls og óháður þegar svo greinilegt er að svo er ekki í pott búið er bara hræsni.

Halli gamli. smávöruverslanir og stórmarkaðir þeirra feðga koma þessu bara ekkert við. Þetta er um að þeir ritstýra eigin fjölmiðlum í sinni þágu.  

Fannar frá Rifi, 6.1.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband