Hillary fellir tár í New Hampshire

Hillary Rodham Clinton Það var svolítið sérstakt móment að sjá fréttina um kosningafund Hillary Rodham Clinton með óákveðnum kvenkyns kjósendum í Portsmouth í New Hampshire. Þar bognaði Hillary loksins í þunga þeirra átaka sem blasa við henni á lokastundunni fyrir kosninguna í fylkinu á morgun. Það er orðið æ augljósara að sú kosning verður henni örlagarík, sama á hvorn veginn sem fer.

Kannanir benda nær allar til þess að hún tapi og róðurinn þyngist enn, eins og ég vék að fyrr í dag. Það að Hillary bogni í þessum þunga þarf ekki að koma að óvörum, þetta er hörð barátta og eitthvað verður að láta undan í þeim hasar. Hillary hefur haft á sér ásýnd kjarnakonunnar sem lætur nákvæmlega ekkert á sig fá og hefur kraft í alla hluti. Það má vera að þetta sé sú hlið á Hillary sem fólk hafi alla tíð beðið eftir að sjá. Hún verði kannski að sýna tilfinningar til að fólk fái samúð með henni.

Hillary hefur oft verið eins og maskína án tilfinninga, eins og ljón, kraftmikil og einbeitt, algjörlega tilfinningalaus í og með líka. Þetta eru því nokkur tíðindi. Hún veit sem er að framundan er örlagadagur. Þetta er make-or-break staða. Ekkert flókið við það. Það er ekki undarlegt að tilfinningar eigi þar samleið með keppnishörkunni.

mbl.is Clinton beygði af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Cry me a river.  Tears 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Júlíus Valsson

"Timing is everything"

Júlíus Valsson, 7.1.2008 kl. 22:33

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég held reyndar að þetta sé ekki alveg svona mikið drama Stebbi. Þó að Hillary tapi í dag þá er hún ennþá með endaum smáfylki að ræða og dæmin sýna að þó þau hafi áhrif þá eru úrslitin langt frá því að vera ráðin. Hillary er með mörg tromp á hendi og sennilaga bara plús að fella nokkur tár, hún er mannleg.

Ég spái því að hún verði forsetaframbjóðandi Demókrata á endanum en er ekki alveg eins viss lengur með Rudy fyrir Republikana. Þetta verður áfram spennandi. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 7.1.2008 kl. 23:25

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Ásdís: Flottur grátkarl, mín kæra. :)

Júlíus: Vissulega, held samt að frú Clinton geti ekki gert neitt til að koma í veg fyrir ósigur í New Hampshire. Þetta verður sögulegur ósigur verði hann af þeim skala sem hann er í nýjustu könnunum.

Hlynur: Þetta eru skaðleg töp fyrir Hillary. Hún má ekki við að tapa. Það hefur í raun allt breyst. Það eru stórtíðindi þarna í þessum fylkjum. Gleymum því ekki að Hillary hefur aldrei tapað áður kosningum. Það er ljóst á nýjustu landskönnunum að forskot hennar á landsvísu hefur minnkað gríðarlega og munar nú innan við fimm prósentustigum, þar sem voru fimmtán prósentustig fyrir viku. Það er bara spurning um hversu mikill skellur hennar verði ef hún tapar. Finnst þó líklegra að ósigur í New Hampshire fari nærri því að ganga frá framboði hennar. Það er heiðarlegt mat, sjáum allavega til.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.1.2008 kl. 00:29

5 identicon

Það er bara eins og það sé ekki séns fyrir konur að komast fram til fremstu metorða í pólitík. Það fer af stað samai kórinn og fór af stað 2003 þegar Ingibjörg var forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. Þá voru heilu fjölmiðlarnir lagðir undir áróður gegn henni sem persónu og Sjálfstæðismenn heima og að heiman lögðu sitt á vogaskálranar. Skítkastið dreif svo lyktin angaði um allt landið. Eru karlar hræddir við konur?

Svo má segja það einnig að það furðulega er að konur láta ekki sitt eftir liggja í skítkastinu eins og dæmi voru um hér á landi 2003 gagnvart ISG. Oprha W. hefur lagt Obama lið og ekki munar um minna. Mér lýst svo sem ekkert illa á Obama, ef það er eitthvað sem ég set fyrir mig þá er það að hann er svo helvíti trúaður. 

Valsól (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 08:27

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Greinin í Mbl í dag eftir Önnu Birnu Björnsdótur um forsetakosningarnar í USA segir allt sem þarf. Hins vegar virðast Repoblikanar enn ekki hafa sagt sitt síðasta orð í þessum slag.

Júlíus Valsson, 8.1.2008 kl. 10:26

7 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Bill Clinton tapaði bæði í Iowa og NH á sínum tíma, en varð samt forsetaefni og síðar forseti. Þannig að ekkert er útilokað, þó að Hillary eigi vissulega á brattann að sækja.

Hins vegar eiga repúblikanar meiri möguleika gegn Obama, þannig að þeir hljóta að fagna.

Svala Jónsdóttir, 8.1.2008 kl. 19:41

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin og pælingarnar. Gaman að lesa það sem ykkur finnst.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.1.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband