Sýnum samhug í verki

Frá vettvangi Hugur minn hefur verið í dag hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna eldsvoðans í Tunguseli síðastliðna nótt. Þrátt fyrir að ég þekki engan sem býr í þessari blokk er ekki hægt annað en verða sorgmæddur yfir harmleik af þessu tagi. Það eru miklar tilfinningar í sögunni um hetjudáð mannsins sem fórnaði lífi sínu við að bjarga unnustu sinni og sonum hennar.

Nú stendur þessi fjölskylda eftir allslaus, þurfa að byggja líf sitt svo að segja frá grunni. Það er erfitt að vera á slíkum krossgötum, eins og ég vék að í gær vegna annars eldsvoða í Reykjavík. Mikilvægt er að leggja þessari fjölskyldu lið, sérstaklega strákunum sem hafa misst aleigu sína. Það er mikilvægt að sýna samhug í verki og leggja þessari fjölskyldu lið á raunastundu.

Vil votta fjölskyldu og nánustu aðstandendum mannsins sem lést innilega samúð mína.

mbl.is Söfnun fyrir drengi sem björguðust úr eldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Tek undir þessi orð þín Stebbi , mín innileg samúð er hjá fólkinu í þessum hörmungum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.1.2008 kl. 02:46

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Sammála!
Hvet alla til að styrkja þessa fjölskyldu eftir megni
(og að kaupa sér reykskynjara strax).

Júlíus Valsson, 8.1.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband