Húsafriðunarnefnd bjargar borgarmeirihlutanum

Hús á Laugavegi Jæja, þá er húsafriðunarnefnd búin að friða húsin á Laugavegi og sennilega um leið bjarga hinum bágstadda og ákvörðunarfælna vinstrimeirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Skil samt ekki af hverju er verið að friða þessi hús. Sérfræðingar hafa sagt að það sé fátt eftir þar sem minni á hina liðnu tíð sem eigi að friða og þetta séu algjörir hjallar í raun.

Það var til marks um hvað vinstrimeirihlutinn í Reykjavík er viðkvæmur að þetta mál ógnaði honum. Og við heyrðum hið minnsta þrjár ef ekki fjórar skoðanir frá leiðtogunum fjórum í meirihlutanum. Það fékk mann eiginlega til að hugsa um hvað þetta fólk hefði samið um málefnalega áður en það ákvað að mynda meirihlutann. Var bara samið um völdin? Freistandi að halda það.

Nú bendir allt til þess að þetta verði allt friðað og gömlu húsunum verði bjargað. Það verður gaman að sjá hvað húsafriðunarálitsgjafinn Egill Helgason bloggar um það frá Barbados.

mbl.is Ráðherra friði Laugavegshús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Húsafriðunarnefnd friðar ekkert...ég vona að menntamálaráðherra sýni meiri ábyrgð en þessu undarlega nefnd sem sefur djúpum svefni og hrekkur svo upp á lokastigi máls og skiptir um skoðun....afar óvandað.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.1.2008 kl. 18:47

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Vissulega, en það eru ekki mörg dæmi þess að menntamálaráðherra fari gegn álit nefndarinnar. Það vitum við vel hérna á Akureyri Jón minn.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.1.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nu er eg hisssa !!!!!farið hefur fé betra,Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.1.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband