Kerry styður Obama og gengur frá Edwards

John Edwards og John Kerry John Kerry, öldungadeildarþingmaður í Massachusetts og frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum 2004, mun síðar í dag lýsa opinberlega yfir stuðningi við Barack Obama sem forsetaefni Demókrataflokksins. Hlýtur það að teljast mikið áfall fyrir John Edwards, varaforsetaefni hans í kosningunum 2004, en hann má varla við miklum áföllum þessa dagana, en það er að verða nokkuð augljóst að forkosningaferli demókrata er að verða að einvígi Barack Obama og Hillary Rodham Clinton.

Eftir lélega útkomu í New Hampshire og tap í Iowa má heita svo að Edwards eigi ekki lengur séns á útnefningu flokksins og eiginlega bara tímaspursmál hvenær að hann dragi sig í hlé. Hann mun haldast í slagnum fram að forkosningum í Suður Karólínu, en tap þar myndi ganga endanlega frá framboði hans. Ofan á stöðuna er stuðningsyfirlýsing Kerrys við Obama á þessum tímapunkti sligandi fyrir John Edwards. Þeir þóttu ná góðum takti saman í þeim kosningum og ákvað Edwards að fórna öldungadeildarsæti sínu fyrir varaforsetaframboðið með Kerry, eins og flestum er kunnugt. Frægar voru myndirnar af nánu sambandi þeirra, sérstaklega fyrstu dagana, en þeir þóttu einum of kammó saman.

Þó að John Kerry og Hillary Rodham Clinton hafi verið starfsfélagar í öldungadeildinni í um áratug, og hann unnið mun skemur með Obama, þarf ekki að koma að óvörum að hann velji frekar að styðja hann. Það fór ekki framhjá neinum að Kerry mislíkaði mjög að þurfa að deila sviðsljósinu með Clinton-hjónunum á flokksþinginu í Boston sumarið 2004 og vildi framan af ekki að þau kæmu fram þar. Þau skyggðu mjög á hann og þrátt fyrir að passað væri upp á að Clinton-hjónin kæmu aðeins fram saman fyrsta þingdaginn að þá var stjörnuljómi þeirra yfir þinginu allt frá upphafi til enda. Það hefur ekki farið framhjá neinum að miklir núansar hafa verið milli Clinton-hjónanna og Kerrys.

Þó að John Kerry hafi verið forsetaefni demókrata fyrir aðeins fjórum árum hefur ljómi hans minnkað umtalsvert og hann ákvað að leggja ekki í slaginn nú, en velti þeim valkosti mjög lengi fyrir sér. Kerry átti reyndar rfitt með að leyna löngun sinni í að reyna á framboð nú, en hann hafði ekki baklandið í það. Það er ekki víst hvaða áhrif þessi stuðningsyfirlýsing hafi, önnur en þau þá að ganga nærri endanlega frá forsetaframboði Johns Edwards.

mbl.is Kerry styður Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Debate 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það minkar mikið álitið mans á  John Kerry sem var ekki mikið fyrir,að styðja ekki sitt fyrv.varaforsetaefni, heldur að styðja Obama sem ekki á sens að vinna ,stóra slaginn!!!!en ekki að afskrifa John Edwards,það fer mjög svo góður drengur!!!!sem hefur mikið fram að færa/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.1.2008 kl. 00:53

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Ásdís: Þetta er frábær mynd. Verð að viðurkenna að ég brosti yfir henni. Fannst báðir þessir menn hundleiðinlegir síðast, hef aldrei þolað Kerry svo að ég var ekki beint hrifinn af honum. Algjör tréhestur. Ætla að vona að Kanar fái betri valkosti næst.

Halli: John Edwards er mætur maður. Hann er bara fastur í sögulegum átökum fyrstu konunnar sem getur orðið forseti og fyrsta blökkumannsins sem getur orðið forseti. Það er bara þannig. Hann fær sinn séns næst, spái ég, ef demókratar vinna ekki Hvíta húsið nú.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.1.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband