Heyrir kvótakerfið sögunni til?

Skip Úrskurður mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið er stórmerkilegur, vægast sagt. Það er ekki hægt annað en velta þeirri spurningu fyrir sér hvort að kvótakerfið í óbreyttri mynd sé ekki komið að fótum fram og þurfi mikillar endurskoðunar við. Það verður sérstaklega áhugavert að sjá hvernig að ríkisstjórnin svarar þessum úrskurði. Í stóli sjávarútvegsráðherra situr maður sem var til fjölda ára á móti kvótakerfinu og Samfylkingin hefur ekki alltaf verið sátt við það.

Það er víst óhætt að segja að nú reyni á hvernig að ríkisstjórnin lítur á kvótakerfið og það sem talað er um í þessum úrskurði. Verð að viðurkenna að ég er ekki sérfræðingur í að túlka þennan úrskurð en skynja að hér séu stórfregnir um að ræða, sem hafa áhrif á stöðu kerfisins. Uppi eru álitaefni sem þarf altént að skýra sem fyrst og fara yfir af alvöru.

Þessi úrskurður ætti að hrista upp í pólitískri umræðu, sem hefur satt best að segja verið frekar lítilfjörleg, þar sem helst er tekist á um eldgamla hjalla á Laugaveginum. Fátt hefur gerst sem reynir á þessa ríkisstjórn en eitthvað segir mér að þessi úrskurður muni hrista upp í henni og ládeyðu stjórnmálanna svo um munar.

mbl.is Útfærsla kvótakerfis gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er ekki tilfellið, að meiri hluti þjóðarinnar er andvígur kvótakerfinu?  Sammála þér, að nær væri að fjalla um kvótann, frekar en að rífast um þessa fúahjalla.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 20:50

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Innilega sammála þér Stefán.  Stjórnmálaumræðan hefur verið bragðdauf og þetta gæti hrist upp í mönnum að ræða grundvallarmál.  Margir frelsisunnandi menn hafa aldrei getað hugsað sér að kvótasetja atvinnuréttindi.  Andstaða við það var í raun mun snarpari innan Sjálfstæðisflokksins en t.d. Framsóknarflokksins.  Þá er líffræðileg þekking á miklu hærra stigi í dag en við setningu kvótalagana.  Þá héldu margir að fiskar í hafi litu sömu lögmálum og fé á fjalli.  En það er auðvitað mjög langur vegur frá því.   Núna gæti komið Grænlandsganga án þess að nokkur vissi af því.  Til að vita hvort mikill fiskur sé í hafi þarf amk hluti flotans að vera í sóknarstýringu.  Þetta sjá og viðurkenna fiskifræðingar.  Eini ávinningurinn af kerfinu er fyrir þá sem mega selja, leiga eða veðsetja fiska í hafi.

Sigurður Þórðarson, 10.1.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

ólýkt öllum atvinnugreinum öðrum þá fá þeir sem stunda atvinnu í sjávarútveg aldrei frið. fyrir hverjar einustu kosningar myndast að því er nær biðröð þeirra sem vilja selja sig út. Þeir þora ekki að taka áhættuna á því að missa allt sitt.

já en hverjir tapa ef kvótakefið yrði afnumið? Ég benti þér á það fyrir nokkrum misserum síðan Stefán. Það eru Bankarnir. Og hverjir tapa ef bankarnir sem standa nú ekki billega nú umstundir fara jafnvel á hausinn eða í besta falli þurfi að innkalla stóran hluta af útlánum sínum til þess að standa í skilum við sína lánadrottna?

Nú hvar er einn stærsti hluti útlána bankanna á Íslandi geymdur annarstaðar ein heima hjá stórum hluta þjóðarinnar í formi fasteigna. Við köllum þessar fasteignir oft á tíðum heimilin okkar.

Áhugaverðast í þessum "dómi" ef svo mætti kalla er að þar er sagt að kvótakerfið hafi myndað eignarrétt. ef við tökum hann allan eins og hann leggur sig beint inn þá verður að viðurkenna þá eignarmyndingu sem þar á sér stað. Þó löginn seigi eitt þá gengur eignarréttarákvæði stjórnarskráarinnar alltaf fyrir. 

Fannar frá Rifi, 10.1.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Bankarnir hækkuðu í dag eftir birtingu fréttarinnar.  Bara svona til að halda því til haga.

Sigurður Þórðarson, 10.1.2008 kl. 23:33

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þessa frétt er gaman að tengja saman við þessa hérna.

Fannar frá Rifi, 10.1.2008 kl. 23:34

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hér er um að ræða vægast sagt hörmulegan áfellisdóm yfir stjórnvöldum hér á landi að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðann skuli þurfa að senda út skilaboð þess efnis að brotið sé á íslenskum þegnum í þessu tilviki sjómönnum til að veiða fisk við 'Island. hjá sjálfri fiskveiðiþjóðinni í Norðurhöfum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.1.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband