Gullstelpan í Sydney á bak við lás og slá

Marion Jones Það eru fáir íþróttamenn sem hafa átt annað eins fall og Marion Jones, sem var ein skærasta stjarna Ólympíuleikanna í Sydney fyrir átta árum. Þá var hún ein mesta afrekskona íþróttanna, sómi sinnar þjóðar og bjartasta von hennar. Eftir að ljóst varð að hún vann gullverðlaun sín í Sydney með því að nota stera, og frægðarljóminn var algjörlega innistæðulaus, hneig sól hennar til viðar og hún missti æruna og gullin.

Það er alltaf dapurlegt að íþróttamenn séu svo blindaðir af frægð sinni og frama, séu svo þyrstir í árangur, að þeir nota ólögleg efni til að byggja undir sig og geta glansað án innistæðu. Marion Jones er vissulega ekki eina dæmið um íþróttamann sem villist af leið og lætur allt lönd og leið fyrir lyfjanotkun, allt til að geta skinið skærar en aðrir um stundarsakir, en hún verður sennilega eitt eftirminnilegasta dæmið um virta íþróttakonu sem margir töldu ekta en reyndist fölsk í gegn er nánar var litið á hana.

Man mjög vel eftir frægðarljóma hennar í Sydney. Verð að viðurkenna að ég hugleiddi á tímapunkti þá hvort að þessi stjarna væri virkilega sönn, hún virkaði heilsteypt og traust, en það var eitthvað við þennan glampa sem virkaði ótrúverðugt og óraunverulegt. Innan við áratug síðar er hún svo á leið í fangelsi, búin að missa allt sem hún gat státað sér af og horfist í augu við mistök sín. Hún reyndi vissulega að iðrast í haust er allt komst upp, en það er nú bara þannig að það er ekki hægt að biðja heila þjóð og jafnvel heila heimsbyggð frjálsíþróttaaðdáenda afsökunar á svona verknaði. Þar eru engin orð sem duga.

Það segir mér svo hugur að Marion Jones muni eiga erfitt með að horfast í augu við fólk framvegis, slík er skömmin og skandallinn sem þessi falska gullstelpa í Sydney hefur gert íþróttabransanum í heimalandi sínu. Og hún hlýtur að spyrja sig að því hvort að þetta hafi virkilega verið allt þess virði, bara fyrir stundargaman í fjarlægri heimsborg.

mbl.is Marion Jones dæmd í sex mánaða fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snuddi

Held að það sé ekki ýkt að nánast allir topp íþróttamenn undanfarin 20 ára hafi og noti ólögleg lyf.....spurningin er bara hver hefur bestu ráðgjafana og hverjir nota "besta" og háþróaðasta dópið og vinna heimavinnua sína. En það dugar ekki eitt og sér til, það þarf að sjálfsögðu að leggja gríðarlega á sig og stunda sína íþrótt 110%....en það er súrt að vita til þess að þótt maður gerir það þá mun maður aldrei verða í toppnum nema taka ólögleg lyf.... sad but true. Og þetta á við hérna á klakanum líka.

Snuddi, 12.1.2008 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband