Átök í ÖBÍ - Sigursteinn segir af sér formennsku

Sigursteinn Másson Jæja, þá er Sigursteinn Másson búinn að ganga á dyr hjá Öryrkjabandalaginu og segja af sér formennsku. Þetta eru vissulega mikil tíðindi, enda hefur Sigursteinn verið áberandi í pólitískri umræðu og gustað um hann með sama hætti og um Garðar Sverrisson er hann var formaður áður. Hann hefur verið umdeildur innan ÖBÍ og oftar en ekki stuðað með yfirlýsingum sínum.

Ekki er langt síðan að ÖBÍ skalf vegna þess að Arnþóri Helgasyni var sagt upp sem framkvæmdastjóra, en hann hafði verið í því starfi síðan að móðurbróðir minn, Helgi Seljan, fór á eftirlaun. Flestir muna eftir hitafundi í kjölfar uppsagnar Arnþórs þar sem tekist var á en öldur lægði þó um stundarsakir. Það virðist allavega mikið ganga á ef formanninum er ekki treyst í stjórn hússjóðs á vegum þess og hann í raun rúinn trausti.

Það er eflaust svo að í forystu samtaka af þessu tagi getur verið stormasamt. Verst er þó ef innri sátt er ekki í lagi og hlýtur að skemma fyrir styrk þess og mætti í alvöru hagsmunabaráttu. Það er vonandi að þarna verði öldur lægðar og byggt á góðum verkum, en ekki eytt tíma í innri hnútuköst og leiðindi. Það má kannski segja að það hafi verið að sár í kjölfar uppsagnar Arnþórs hafi aldrei verið lægð af alvöru og hvort að Sigursteinn hafi verið sterkur formaður, fyrst að svo fór svo fór.

mbl.is Sigursteinn segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott nýja myndin af þér, þú yngist um 20 ára milli mynda.  Sigursteinn hefur verið umdeildur, vona að við fáum góðan eftirmann.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband